Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Spyr hvenær Palestínumenn megi verja sig: „Ísrael er í stórsókn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yousef Tamimi skrifar áhugaverðan pistil um stöðu mála í Palestínu.

Átökin í Ísrael og Palestínu hafa ekki stoppað síðan á laugardaginn og óhætt er að segja að fólk sé með mismunandi skoðanir á málinu enda er það gífurlega flókið í hugum sumra. Yousef Tamimi skrifaði um ástandið pistil fyrr í dag.

„Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn.

Hvert mannslíf sem tapast er harmleikur, bæði fyrir Ísraela og Palestínubúa. Því hefur þó verið haldið fram að Ísrael eigi rétt á að verja sig, en hvenær hætta aðgerðir Ísraela að vera vörn og umbreytast í sókn? Hvenær mega Palestínumenn verja sig?,“ spyr Yousef í pistlinum sem birtist á Vísi.

Langflestir þeirra sem eru drepnir eru óbreyttir borgarar. Ísrael hefur einnig í haldi fleiri en 5 þúsund Palestínumenn í fangelsum, en þar af eru 1.100 í svokallaðari „Administrative Detention“ sem þýðir einfaldlega varðhald án ákæru og dóms og getur varið óendanlega.

Hvert einasta dauðsfall er sorglegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að árið 2023, fyrir þessa árás, voru 8 Palestínumen drepnir á móti hverjum Ísraela. Og frá 2008 eru tölurnar enn meira sláandi þar sem á móti hverjum Ísraelsmanni voru 21 Palestínumaður drepinn. Allar hugmyndir um rétt Ísrael til að verja sig verða að vera skoðaðar með gagnrýnum augum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er í stórsókn gegn Palestínu,“ og Yousef gagnrýndi í pistlinum hana Þórdísi Kolbrúnu, utanríkisráðherra, fyrir viðbrögð hennar. 

- Auglýsing -

Í skýrslu Amnesty International frá 2022 kemur fram að draga verði ísraelsk yfirvöld til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnu þeirra gegn palestínsku fólki. Skýrslan lýsir einnig þeirri kerfisbundinni kúgun og yfirráðum Ísraelsríkis yfir palestínsku fólkinu og hvernig þessi stjórnun hefur áhrif á réttindi þess, hvort sem það er palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu eða palestínskt flóttafólk í öðrum löndum

Heimurinn verður að átta sig á því að til þess að leysa þessa deilu verðum við að setja þrýsting á Ísrael að hætta hernámi og arðráni á palestínsku landi. Hætta daglegum árásum á Palestínumenn og draga Ísrael til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnunni,“ sagði Yousef að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -