Áttatíu og þriggjar ára kona í Flórída var rænd lottóvinningi sínum, örstuttu eftir að hún sótti vinninginn.
Öryggismyndskeið sem lögreglan í Orange-sýslu í Flórída birti sýnir augnablikið sem 83 ára kona mætti Diego Stalin Tavarez Fleury, fyrir utan verslun þar sem hún hafði nýverið sótt 28.000 króna lottóvinning.
Fleury sést nálgast konuna, sem ekki hefur enn verið nafngreind, þegar hún fer út úr verslun í Orlando á miðvikudagsmorgun með peningaverðlaunin í höndunum. Það er óljóst hvað Fleury segir við konuna til að ná athygli hennar en eftir það grípur hann peningana.
Þrátt fyrir hæðar- og aldursmun þeirra neitar konan að afhenda vinninginn sinn og heldur fast í peningana sína. Hinn grunaði virðist stíga til baka en þá kemur annar maður út úr versluninni til að grípa inn í aðstæðurnar og hinn grunaði ræðst á konuna á meðan maðurinn sem kom henni til hjálpar, reynir að stöðva hann.
Hinn grunaði verður aggressífur við hina öldruðu konu og dregur hana skelkaða út úr bílstjóramegin í bíl hennar. Hann er þá talinn hafa tekið peningana, hrista af sér hinn manninn og flúið fótgangandi.
Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni hefur hinn grunaði, Diego Stalin Tavarez Fleury verið handtekinn.