Bandarískum grínista var rænt og stunginn til bana af hópi karlmanna í Kólumbíu þann 10.desember síðastliðinn. Maðurinn, Tou Ger Xiong(50), var í fríi í Suður-Ameríku þar sem hann ætlaði sér að eyða jólunum með fjölskyldu sinni. Nokkrum dögum áður hafði hann komist í samband við konu á samfélagsmiðlum og þau ákveðið að hittast. Þegar kom að stefnumótinu hafi hins vegar hópur manna beðið hans.
Um klukkan sjö að staðartíma hafði grínistinn hringt í vin í Kólumbíu og sagt að mennirnir kröfðust 2.000 dollara (8 milljónir kólumbískra pesóa) í reiðufé fyrir að sleppa honum lausum. Xiong sagði einnig vini sínum að mennirnir beindu að honum byssu. Lík Xiongs fannst næsta dag í La Corcovado gilinu og en á líkama hans voru tugir stungusára og marblettir af völdum falls. Lögregla rannsakar nú málið og hefur einn verið handtekinn. Bróðir hans tjáði sig um harmleikinn í samtali við KSTP og sagði það enn óraunverulegt að bróðir hans væri látinn.
„Það er svolítið furðulegt að mér finnst hann ekki einu sinni vera farinn ennþá. Skilurðu? Mér finnst eins og hann gæti verið að banka á hurðina hvenær sem er,“ sagði hann.