Stórleikarinn Steve Buscemi var kýldur í andlitið á göngu sinni á götum úti í New York á miðvikudaginn. Lögreglan leitar árásarmannsins.
Lögreglan í New York sagði CNN að hún væri að rannsaka árásina, sem gerðist síðastliðinn miðvikudag og er sú nýjasta í röð tilviljanakenndra árása í borginni.
Í síðasta mánuði talaði CNN við sex konur sem sögðust hafa verið kýldar í andlitið upp úr þurru á meðan þær gengu um stræti New York borgar.
„Buscemi varð fyrir líkamsárás í miðbæ Manhattan, enn eitt fórnarlamb tilviljunarkennds ofbeldisverks í borginni,“ sagði talsmaður hans í yfirlýsingu til CNN.
„Hann er í lagi og metur velfarnaðaróskir allra, en honum þykir þetta ótrúlega leiðinlegt fyrir alla sem hafa lent í þessu á göngu sinni í NY,“ sagði í yfirlýsingunni.
Samkvæmt NYPD voru lögreglumenn kallaðir á vettvang við 369 3rd Avenue rétt fyrir hádegi miðvikudaginn 8. maí. „Við komuna var lögreglumönnum tilkynnt að 66 ára karlmaður hafi verið sleginn í andlitið af óþekktum einstaklingi,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar.
„Sjúkraliðar brugðust við og flutti fórnarlambið á sjúkrahús, í stöðugu ástandi til meðferðar vegna mars, bólgna og blæðingar í vinstra auga,“ sagði NYPD. „Ekki hefur enn verið neinn handtekinn, og rannsókn er enn í fullu gangi.“
„Einstaklingnum er lýst sem karlmanni með dökkt yfirbragð, klæddur dökkri hafnaboltahettu, bláum stuttermabol, svörtum buxum, hvítum strigaskóm og með bókatösku,“ að sögn lögreglu.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/05/Sa-grunadi-1-1024x707.jpg)
Lögreglan hefur beðið almenning um aðstoð við að bera kennsl á hinn grunaða.
Buscemi fæddist í Brooklyn, New York. Hann er þekktastur fyrir að leika í kvikmyndum eins og „Reservoir Dogs“ (1992) og „Fargo“ (1996), auk sjónvarpsþátta þar á meðal „Boardwalk Empire“ og „30 Rock“. Þá vakti hann aðdáun margra í kringum 11. september 2001 en hann hjálpaði slökkviliðinu við hjálparstörf en hann starfaði sem slökkviliðsmaður í New York, áður en hann sló í gegn sem leikari.