Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Stjórnarsamstarfið í hættu vegna Palestínu: „Í rauninni starfa þrjár ríkisstjórnir í landinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sérstakt að Íslandi hafi ekki kosið með vopnahléi í Palestínu.

Föstudaginn 27. október var haldið allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og var greidd atkvæði um tillögu um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Ísland sat hjá í þessari kosningu og hefur sú afstaða Íslands mætt mikilli gagnrýni hérlendis. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lét hafa eftir sér að þetta hafi verið röng ákvörðun.

„Þetta er auðvitað harla óvanalegt mál, að upp sé komin svona misklíð í ríkisstjórninni um jafn alvarlegt mál. En þetta endurspeglar jú, það sem við höfum verið að sjá núna yfir alllangan tíma, að í rauninni starfa þrjár ríkisstjórnir í landinu,“ sagði Eiríkur Bergmann, stjórnmálaprófessor, um stöðuna á stjórnarsamstarfinu um þessar mundir í samtali við RÚV.

„Hver stjórnmálaflokkurinn þriggja fer með málefni sinna ráðunauta og Sjálfstæðisflokkurinn stýrir utanríkismálunum og það er því stefna hans sem ræður afstöðu Íslands í þessu máli, en ekki stefna annarra stjórnarflokka.“

„Utanríkisráðuneytið gengur yfirleitt aldrei gegn vilja forsætisráðherra á alþjóðavettvangi,“ sagði Eiríkur um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -