Ótrúlegt atvik átti sér stað á O’Hare-flugvellinum í Chicago í Bandaríkjunum í vikunni.
Í myndbandi sem fer eins og eldur í sinu á internetinu þessa stundina sjást þrír menn ráðast að einum í flugstöð þrjú á flugvellinum fræga. Maðurinn sem var einn á báti virtist þó ekki láta það á sig hafa og hafði í raun yfirhöndina að einhverju leyti en athygli vekur að mennirnir notast við skilti í slagsmálunum sem eru notað til vara fólki við blautu gólfi.
Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs eru mennirnir fjórir allir starfsmenn veitingastaða á flugvellinum en ekkert liggur fyrir um ástæðu slagsmálanna. Þá hefur ekki neinn verið handtekinn í tengslum við málið.
A fight broke out at @Chicago O’Hare Airport, wet floor signs were used as weapons. The cause of the brawl remains unclear. Also, it’s unknown if there was any arrest.
🎥 via @AFlyGuyTravels#ORD #US #airport #ohare #AvGeek #avgeeks #flights #Travel #traveler pic.twitter.com/ctl1bTaZ4y
— FlightMode (@FlightModeblog) December 18, 2024