Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Stórskotahríð dynur á Kamal Adwan-sjúkrahúsinu á Gaza – Spítalinn hefur breyst í grafreit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil stórskotahríð frá ísraelska hernum hefur dunið á Kamal Adwan-sjúkrahúsið í norðurhluta Gaza á síðustu klukkustund og hefur ollið meiðslum á sjúklingum innandyra sem og sumum heilbrigðisstarfsmönnum, þar á meðal hafa nokkrir særst alvarlega. Börn eru meðal særðra eftir að ísraelskir hermenn réðust á barnadeildina.

Þetta er í annað sinn á undanförnum dögum sem slíkar árásir eiga sér stað. Áður var vörugeymsla fyrir sjúkravörur á þriðju hæð sjúkrahússins sprengd í loft upp.

Ísraelski herinn hefur bannað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og öðrum læknasamtökum að komast á sjúkrahúsið. Herinn kemur einnig í veg fyrir að særðir geti leitað á spítalann eftir læknisaðstoð.

Það er ekki einn einasti sjúkrabíll eftir sem starfar á norðurhluta Gaza. Það er bráður skortur á öllum helstu sjúkravörum og spítalinn hefur í rauninni breyst meira í grafreit en sjúkrastofnun.

Al Jazeera sagði frá.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -