Mikil stórskotahríð frá ísraelska hernum hefur dunið á Kamal Adwan-sjúkrahúsið í norðurhluta Gaza á síðustu klukkustund og hefur ollið meiðslum á sjúklingum innandyra sem og sumum heilbrigðisstarfsmönnum, þar á meðal hafa nokkrir særst alvarlega. Börn eru meðal særðra eftir að ísraelskir hermenn réðust á barnadeildina.
Þetta er í annað sinn á undanförnum dögum sem slíkar árásir eiga sér stað. Áður var vörugeymsla fyrir sjúkravörur á þriðju hæð sjúkrahússins sprengd í loft upp.
Ísraelski herinn hefur bannað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og öðrum læknasamtökum að komast á sjúkrahúsið. Herinn kemur einnig í veg fyrir að særðir geti leitað á spítalann eftir læknisaðstoð.
Það er ekki einn einasti sjúkrabíll eftir sem starfar á norðurhluta Gaza. Það er bráður skortur á öllum helstu sjúkravörum og spítalinn hefur í rauninni breyst meira í grafreit en sjúkrastofnun.