Betur fór á horfðist í Sao Paulo í Brasilíu á mánudaginn þegar kviknaði í strætisvagni á götum borgarinnar.
Talið er að kviknað í vagninum vegna bilunar í rafmagnsvírum en bílstjórinn náði að forða sér og farþegum vagnsins úr honum áður en einhver slasaðist. Eftir að allir voru komnir úr vagninum rann hann niður brekku í ljósum logum og stoppaði ekki fyrr en hann klessti á rafmagnsstaur. Við áreksturinn sprakk svo strætóinn og reyndi slökkvilið borgarinnar að slökkva eldinn. Eins og sést á myndbandinu gerðist þetta í fjölmennu hverfi en mörg vitni urðu að atvikinu.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu.