Miðvikudagur 22. janúar, 2025
0.6 C
Reykjavik

Stríðsástand í Ísrael – Benjamin Netanyahu: „Við erum í stríði og við munum sigra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hamasliðar hafa komist yfir víggirðingar Ísraelsmanna eftir eldflaugaárásir sem stóðu yfir í um 3 klukkustundir í morgun.

Að sögn Hamas kunnu tildrögin vera vanhelgun strangtrúaðra Ísraelskra landnema á Al Aqsa moskunnar í Jerúsalem undanfarið.

Lögreglan í Ísrael sagði í morgun að þá væru 21 virkir vettvangar í suðurhluta Ísrael þar sem átök ættu sér stað, lýsandi fyrir umfang innrásarinnar.

Minnst tveir eru nú látnir og tugir manna særðir.

Ísrael segist nú í stríði og lýsir innrásinni sem mistökum því þetta séu átök sem Ísrael muni vinna.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu:

- Auglýsing -

„Ísraelsmenn. Við erum í stríði, ekki hernaðaraðgerð, ekki viðbúnaðaraukningu heldur stríði.

Í morgun hóf Hamas morðóða skyndiárás gegn ríki Ísraels og þegna þess. Þetta hefur gengið á síðan snemma í morgun.

Ég hef kallað saman alla leiðtoga varnarmála, fyrst og fremst leiðbeindi ég þeim að hreinsa landnemabyggðirnar af hryðjuverkamönnunum sem gerðu innrásina – þessar aðgerðir eru í gangi eins og stendur.

- Auglýsing -

Á sama tíma gaf ég fyrirskipun um að virkja allt varalið og setja af stað refsingarstríð af stærðargráðu og afli sem óvinurinn hefur aldrei séð.

Óvinurinn mun greiða gjald fyrir gjörðir sínar sem hann hefur aldrei áður þekkt. Á meðan biðla ég til almennings að fylgja leiðbeiningum hersins og yfirvalda.

Við erum í stríði og við munum sigra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -