Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Stúlkan sem lést í hákarlaárásinni í Ástralíu hefur verið nafngreind: „Hún var svo góð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að nafngreina stúlkuna sem lést í hákarlaárás þar sem hún synti í á í Vestur-Ástralíu á laugardaginn. Hún hét Stella Berry og var 16 ára gömul skólastúlka.

Skólastúlkan var úrkurðuð látin eftir að hafa verið dregin á land úr Swan ánni í Perth-borg á laugardaginn. Hafði Stella verið á sæþotu með vinum sínum þegar hún stökk út í ánna til að synda með höfrungum sem þar voru, er árásin varð, að sögn lögreglu.

Í yfirlýsingu frá foreldrum hennar, sögðust þau „niðurbrotin og í miklu áfalli“. Þau Matt og Sophie Berry sögðu að dóttir þeirra hefði verið „lífleg og hamingjusöm stelpa“ sem elskaði vötn og list. „Hún var umhyggjusöm manneskja og kær vinur margra … falleg og kærleiksrík stóra systir og besta dóttir sem við hefðum getað beðið um.“

Ein af hennar vinum, Lara Conolly, sagði í áströlskum fjölmiðli að Stella hafi verið „ljúfasta og skarpasta stelpa“ sem hún hafi þekkt. „Hún var svo góð,“ bætti Lara við.

Rannsókn er hafin á því hvaða tegund hákarlinn er en Sjávarútvegsráðherra Vestur-Ástralíu hefur sagt að líklegast sé um nautháf að ræða. Mun ríkisstjórnin íhuga leiðir til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur, að sögn Don Punch. „Við erum alltaf til í að ræða hákarlavarnir við sveitastjórnir.“

Sérfræðingar segja að það sé óvenjulegt að finna hákarla á þessu svæði Swan-árinnar en er þetta í fyrsta skipti sem einhver lætur lífið í slíkri árás í ánni, í 100 ár. Sögulega séð er eru banvænar hákarlaárásir ekki algengar. Á meira en 100 árum hafa að meðaltali einungis 0,9 látist í Ástralíu vegna hákarlaárásar á ári hverju, samkvæmt gögnum. Síðustu ár hefur þeim þó fjölgað en árið 2021 létust tveir í slíkri árás og sjö árið 2020.

BBC sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -