Á hverjum degi berjast úkraínskir hermenn til að halda aftur af rússneska hernum í Kharkiv-héraði. Hér má sjá hvernig lífið lítur út hjá þeim þegar stuttar pásur gefast í bardögum.
Rússneskir hermenn hafa reynt að sækja fram í Kharkiv-héraði í Úkraínu síðan í byrjun maí. Baráttan um Vovchansk geisar enn, en rússneska hernum hefur enn ekki tekist að ná borginni, sem er í rúst. Á sama tíma halda úkraínskar hersveitir línunni yfir aðra hluta Kharkiv-vígstöðvarinnar. Rússneski útlagafréttamiðillinn Meduza birti myndir sem teknar voru á svæðinu 2. október en þær gefa innsýn í lífið fyrir úkraínska hermenn í fremstu víglínu. Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir Meduza en þær eru allar teknar af Fermin Torrano fyrir Abacapress.