Svangur maður sturlast af reiði.
Í smábænum White Marsh, rétt fyrir utan Baltimore, sturlaðist maður í bílalúgu McDonalds. Hann var ekki sáttur með þá þjónustu sem honum var veitt. Maðurinn steig út úr bílnum sínum og fór að hóta starfsfólki staðarins og öskraði að hann vildi mat. Hann kastaði hlutum í starfsfólkið og henti niður hillu og skemmdi raftæki sem hann náði í.
Eftir að hafa fengið tvo poka af frönskum kartöflum kallar hann starfsmann McDonalds tík. Lögreglan á svæðinu hefur ekki tjáð sig um málið og ekki er vitað hvort maðurinn hafi verið handtekinn.
Hægt er að horfa á myndbandið hér.