Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Sverrir Þór dæmdur í tæplega sjö ára fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sverrir Þór Gunnarsson, oft kallaður Sveddi Tönn, hefur hlotið dóm í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot og er dómurinn sex ár og níu mánuðir. Hann var handtekinn snemma á síðasta ári og hafði í fórum sínum 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni sem voru ætluð til sölu.

Handtaka Sverris var hluti af fjölmennri og stórri aðgerð í Brasilíu en í henni voru 53 einstaklingar handteknir og lagt halda á 65 kílógrömm af kókaíni og 225 kílógrömm af kannabisefnum. Sverrir Þór er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum glæpasamtaka í Brasilíu en hann neitaði því staðfastlega fyrir dómi. Hann var árið 2012 dæmdur í 22 ára fangelsi en þurfti ekki að afplána allan dóminn. Hann var því á skilorði þegar hann var dæmdur í þetta skipti og var það metið til refsiþyngingar.

Alríkislögreglan í Brasilíu hefur sagt að ekki komi greina að framselja Sverri til Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -