Sverrir Þór Gunnarsson, oft kallaður Sveddi Tönn, hefur hlotið dóm í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot og er dómurinn sex ár og níu mánuðir. Hann var handtekinn snemma á síðasta ári og hafði í fórum sínum 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni sem voru ætluð til sölu.
Handtaka Sverris var hluti af fjölmennri og stórri aðgerð í Brasilíu en í henni voru 53 einstaklingar handteknir og lagt halda á 65 kílógrömm af kókaíni og 225 kílógrömm af kannabisefnum. Sverrir Þór er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum glæpasamtaka í Brasilíu en hann neitaði því staðfastlega fyrir dómi. Hann var árið 2012 dæmdur í 22 ára fangelsi en þurfti ekki að afplána allan dóminn. Hann var því á skilorði þegar hann var dæmdur í þetta skipti og var það metið til refsiþyngingar.
Alríkislögreglan í Brasilíu hefur sagt að ekki komi greina að framselja Sverri til Íslands.