Laugardagur 16. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Svíar heimila bókabrennu: Kóraninn brenndur við mosku í mótmælaskyni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

CNN greinir frá því að Sænsk yfirvöld hafi heimilað mótmælendum að brenna Kóraninn í mótmælaskyni fyrir utan mosku í Stokkhólmi. Sænsk lögregluyfirvöld segja að ákvörðunin hafi verið tekin til að virða lögbundinn rétt til málfrelsis og að af þeim stafi engin ógn við öryggi borgaranna. Í lögregluheimildinni er einnig áréttað að brennan auki líkur á hryðjuverkum og geti einnig haft áhrif á utanríkismál.

Búist er við að einn maður ásamt túlki sínum muni mæta til mótmæla en sá sem að mótmælunum stendur er Salwan Momika. Hann flutti til Svíþjóðar frá Írak fyrir fimm árum og hefur síðan öðlast sænskan ríkisborgararétt. Að eigin sögn telur Salwan sig vera trúlausan og skýrir hvatann að mótmælunum: ,,Þessi bók ætti að vera bönnuð í heiminum vegna þeirra hættu sem steðjar að lýðræði hennar vegna, siðavenja, manngildum og kvenréttindum. Hún virkar bara ekki í nútímanum.“

Mótmælin koma upp á sama tíma og Múslimskt helgihald, Eid-al-Adha.

Eldfimur gjörningur af þessu tagi er talinn líklegur til að hafa áhrif á umsókn Svíþjóðar að Evrópusambandinu þar sem utanríkisráðherra Tyrkja fordæmdi fyrr í ár atvik í Svíþjóð þar sem Kóraninn var brenndur í mótmælaskyni og lýsti gjörningnum sem glæpsamlegum og illgjörnum. Svíþjóð og Finnland sóttu um aðildir í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -