Hinn 38 ára Kristina Joksimovic fannst látin á heimili sínu á febrúar.
Joksimovic, sem hafði tekið þátt í Ungfrú Sviss árið 2007, fannst í febrúar látin á heimili sínu í Binningen í Sviss en hún hafði verið kyrkt til dauða og svo aflimuð. Þá höfðu líkamsleifar hennar verið settar í gegnum blandara.
Eiginmaður Joksimovic var handtekinn daginn eftir að upp komst um dauða Joksimovic grunaður um að hafa myrt hana en hann hefur nú játað morðið. Samkvæmt svissneskum fjölmiðlum hefur rannsóknin sýnt fram á að eiginmaðurinn sé haldinn geðrænum vanda. Þau áttu saman tvö börn en eiginmaðurinn hefur sagt að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en rannsakendur fundu ekkert sem studdi þá kenningu.
Samkvæmt svissneskum yfirvöldum notaði hann sög, hníf og garðklippur til að aflima lík Joksimovic og að hann eigi sér sögu ofbeldis í garð Joksimovic.
„Þetta er hræðilegt, ég er í uppnámi,“ sagði Christa Rigozzi, vinkona Joksimovic og fyrrverandi ungfrú Sviss. „Hún var svo falleg og hjartahlý kona.“