Fimmtudagur 16. janúar, 2025
-0.6 C
Reykjavik

Sýndi barþjóni myndir af líki Kobe Bryant -„Ég lifi í ótta á hverjum degi að þessar myndir birtist“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir 11 daga réttarhöld var kviðdómur sammála Vanessu Bryant og lögfræðingum hennar um að lögreglu- og slökkviliðsmenn hefðu brotið á friðhelgi  hennar. Höfðu mennirnir verið við störf þegar þeir tóku ljósmyndir af líkum Kobe Bryant og dóttur þeirra, Giönnu Bryant, eftir að flugvél þeirra hrapaði í janúar 2020.

„Ég var aftur blinduð, niðurbrotin og sár. Ég treysti þeim. Ég treysti þeim til að gera ekki þessa hluti,“ sagði Vanessa í réttarhöldunum. Bætti hún við að henni hafi þótt nógu erfitt að takast á við missinn en eftir að hún frétti af myndunum stóð hún frammi fyrir hryllingi. Í dómsal var sagt frá því þegar lögregluþjónn sýndi barþjóni myndir af líki Kobe Bryant meðan hann fékk sér drykki við barinn. Þá hafi slökkviliðsmenn sent myndirnar á milli sín í veislu. Báru þeir það fyrir sig að myndirnar hefðu verið teknar í þeim tilgangi að rannsaka slysið. Var skýringin ekki talin trúverðug þar sem um nærmyndir var að ræða.

„Ég lifi í ótta á hverjum degi við  það að vera á samfélagsmiðlum og þessar myndir birtist. Ég lifi í ótta við að dætur mínar séu á samfélagsmiðlum og þessar myndir skjóti upp kollinum,“ sagði ekkja Bryans sem fékk 16 milljónir bandaríkjadala í bætur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -