Laugardagur 18. janúar, 2025
0.3 C
Reykjavik

Sýrland fallið í hendur uppreisnarmanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

50 ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar í Sýrlandi er lokið ef marka má fréttir sem berast úr landinu en samkvæmt sýrlenska ríkissjónvarpinu er fullyrt að Assad forseta hafi verið steypt af stóli af uppreisnarmönnum í landinu.

Talið er forsetinn hafi yfirgefið landið á flótta en borgarastríð hefur geisað í Sýrlandi í rúman áratug en uppreisnarmennirnir náðu á undanförnum dögum að taka yfir stórar borgir í landinu. Í morgun safnaðist mikill fjöldi manns í höfuðborg landsins til að fagna sigri uppreisnarmannanna en Assad-fjölskyldan hefur verið gríðarlega umdeild á valdaskeiði sínu.

Hryðjuverkamenn

Óvíst er hvað þetta þýðir fyrir framtíð landsins en þeir menn sem leiða hóp uppreisnarmannanna eiga rætur sínar að rekja til al-Qaeda og eru skilgreindir af Sameinuðu þjóðunum sem hryðjuverkamenn. Rússar hafa verið helstu stuðningsmenn forsetans fyrrverandi og sagðist utanríkisráðherra Rússlands vorkenna sýrlensku þjóðinni.

Mohammed Ghazi Jalali, forsætisráðherra Sýrlands, sagði í yfirlýsingu að hann myndi ekki yfirgefa landið og væri tilbúinn til að aðstoða við uppbyggingu á nýju stjórnkerfi sem íbúar Sýrlands vilja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -