Tæplega þrjátíu ára gamalt morðmál í Skotlandi hefur nú verið leyst. BBC sýnir brátt heimildarmynd um málið.
Þann 25 ágúst árið 1996, fannst lík hinnar fjórtán ára gömlu Caroline Clachan í ánni Leven í Vestur Dunbartonskíri í Skotlandi. Það var ekki fyrr en árið 2023 að morðingjar hennar fundust.
Little Archie Wilson var dæmigerður fjögurra ára gamall drengur, fullur af orku og uppátækjum. En sunnudaginn 25. ágúst 1996 var eitthvað að, hann svaf fram að hádegi. Yngri bróðir hans, Jamie, var líka í fastasvefni þegar mamma þeirra, Betty Wilson, kom heim og sá barnfóstru þeirra þurrka gegnblautu buxurnar hans Archie við eldinn.
Barnfóstran, Andrew Kelly sagði henni að Archie hefði pissað á sig og að stór pollur hefði blettað glænýja teppið hennar. En eitthvað gekk ekki upp, og það myndi taka næstum 30 ár fyrir rannsóknarlögreglumenn að afhjúpa hinn skelfilega sannleika. Nú mun ný BBC- heimildarmyndin Murder Trial: Girl in the River kafa ofan í málið sem hneykslaði þjóðina.
Börnin á heimilinu yfirgáfu íbúðina í Renton, í Vestur Dunbartonskíri um miðnætti með fjórum unglingum. Þeir sneru heim innan við klukkustund síðar í félagsskap morðingja.
Í innan við 1,6 kílómetra fjarlægð lá skólastúlkan Caroline Glachan, 14 ára, en andlitið snéri niður í ánni Leven. Hún hafði orðið fyrir mörgum og hrottalegum höggum í höfuðið. Lík hennar fannst síðdegis, sama dag og Margaret móðir hennar átti 40 ára afmæli.
Í mörg ár var nöfnum Robbie O’Brien, Donnu Marie Brand, Andrew Kelly og kærustu Kelly, Söruh Jane O’Neill heitinnar, hvíslað um þorpið. En hópurinn hélt fast í fjarvistarsönnun sína og hélt því fram að þaur hefðu eytt nóttinni í íbúð Betty Wilson á 12 Allan Crescent-götu þar sem þau pössuðu börn.
Sú lygi verndaði þau í áratugi. En Aðal rannsóknarteymi Skotlands opnaði málið aftur í júní 2019, þar sem Stuart Grainger, rannsóknarlögreglumaður, leiddi leitina að réttlætinu.
Rannsakendur höfðu engar upptökur úr öryggismyndavélum í höndunum, engin DNA sönnunargögn og ekkert morðvopn. Hinir grunuðu höfðu ekkert skilið eftir sig. Teymið sneri sér að vitnaskýrslum. Mörg hugsanleg vitni höfðu látist en þeir sem eftir voru voru sjálfir orðnir foreldrar. Og í þetta skiptið voru þeir tilbúnir að tala.
Eitt vitni skipti mestum sköpum en það var Linda Dorrian, sem hafði búið á efri hæðinni frá Betty Wilson árið 1996. Hún minntist þess að hafa verið heima með 10 ára dóttur sinni nóttina sem morðið var framið og beðið eftir að kvikmynd myndi hefjast á miðnætti. Það var þá sem hún heyrði útidyrahurðina opnast.
Þegar hún gægðist út, sá hún fjóra unglinga fara, með tveggja ára Jamie í vagni og fjögurra ára Archie í eftirdragi. Þeir héldu í átt að ánni Leven.
Í fyrsta skipti hafði lögregla sönnun fyrir því að gengið hefði yfirgefið húsið um nóttina. Rétt eftir miðnætti sögðust að minnsta kosti sex manns hafa heyrt skaðræðisöskur frá ánni Leven.
„Þetta var stelpa,“ rifjar eitt vitnið upp. „Hún var að öskra: „Ég sagði það ekki! Ég sagði það ekki!“ Um 40 mínútum síðar sá Linda Dorrian klíkuna snúa aftur, að þessu sinni voru þeir í miklu uppnámi.
„Þau skellt hurðinni,“ sagði hún. „Þá var öskrað: „Þetta átti ekki að gerast! Það gekk of langt! Hvernig mun þetta líta út?“ Svo komu orðin sem enn ásækja hana: „Ungarnir! Ungarnir! (e. the weans, skoskt orð oft notað fyrir ung börn).“
Kvenmaður grét stjórnlaust. Caroline Glachan hafði verið lokkuð til dauða síns.
Robbie O’Brien, sem þá var 18 ára, hafði verið að deita Caroline en hann var einnig að hitta hina 17 ára Donnu Marie Brand, sem var ólétt á þeim tíma. O’Brien, sem lögreglan lýsti sem „ofbeldisfullum eineltisseggi“, var óttaður í samfélaginu.
Hann ákvað að mæla sér mót við Caroline á Black Bridge-brúnni á miðnætti. Það yrði síðasta ferð hennar.
Besta vinkona Caroline, Joanne Menzies, hafði grátbað hana um að fara ekki. En hún gerði það samt. Þegar hún fannst var það of seint.
Í krufningunni komu í ljós að minnsta kosti tíu meiðsl á höfði eftir högg, umfangsmikið höfuðkúpubrot og merki um að hún gæti hafa verið á lífi en meðvitundarlaus þegar hún féll í vatnið. Það voru engin eiturlyf eða áfengi í blóði hennar.
Móðir hennar, Margaret, gaf átakanlegan vitnisburð fyrir dómi og endurlifði sársaukann við að missa einkadóttur sína. En það voru orð fjögurra ára barns sem myndu loksins innsigla örlög morðingjanna.
Þegar Betty Wilson sneri heim að morgni morðsins fann hún barnfóstruna Kelly einan. Nokkrum klukkustundum síðar, þegar Archie vaknaði, spurði hún hvort hann hefði pissað teppið.
„Nei, mamma,“ sagði hann. „Robbie var blautur.“ Þessi saklausa yfirlýsing varð mikilvægt sönnunargagn.
Seinna sagði Archie lögreglu að hann hefði verið tekinn „niður að Leven“ og hefði séð Caroline verða fyrir árás. Hann lýsti því að einhver sem heitir Robbie hafi slegið hana með „staf og stöng“ áður en henni var ýtt í vatnið.
Og svo, hrollvekjandi smáatriði sem enginn gat hunsað: „Hann talaði um að hún hefði verið lamin og verið með málm í auganu,“ sagði lögreglumaðurinn Grainger. „Hvernig veit þessi litli drengur það nema hann hafi verið þarna?“
Mikilvægt er að Archie gaf þessar yfirlýsingar áður en lík Caroline hafði fundist. „Hvernig veit hann að stúlka var barin og henni hent í Leven?“ spurði Grainger. „Vegna þess að hann sá það.“
Í mörg ár var málið óleyst, að hluta til vegna þess að fjölskylda O’Brien fór með völd á svæðinu. „Það var raunverulegur ótti við að tjá sig,“ sagði Grainger. „Fólk var hrætt við hann.“
Morðingjagengið, O’Brien, Brand og Kelly, voru allir fíkniefnaneytendur, sem stunduðu búðarþjófnað til að fjármagna neyslu sína. Heróín hafði eyðilagt bæinn og mörg vitni í málinu lifðu óreiðukenndu lífi.
En þrátt fyrir lygarnar, hræðsluna og óttann náði réttlætið þeim loksins. Nú hafa þrjú verið dæmd fyrir morðið á Caroline, næstum þremur áratugum síðar.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2025/02/Foreldrarnir-fagna.jpg)