Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Tekin fyrir aðild sína að fyrirhuguðu morði á forseta Úkraínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leyniþjónusta Úkraínu hefur handtekið konu sem handtekin var við það að koma njósnagögnum til Rússa en hún er sögð hafa verið hluti af áætlun um að ráða Volodomyr Zelenskyy, foresta Úkraínu, af dögum.

Ekki hafa verið borin kennsl á konuna að svo stöddu en hún mun hafa haft það á prjónunum að komast að því hvernig ferðum forsetans væri háttað er hann heimsótti borgina Mykolaiv í Júní í kjölfar flóða á svæðinu.

Leyniþjónustan heldur því fram að að konan hafi verið partur af áformum Rússa um að staðsetja hergögn og skotfærageymslur sem hægt væri að varpa sprengjum á en því mun hafa verið afstýrt þar sem konan þótti sýna af sér grunsamlegt athæfi sem fólst í ljósmyndun og myndskeiðatöku í kringum hernaðarmannvirki. Þetta leiddi til þess að útsendarar leyniþjónustunnar gátu veitt henni eftirför til að varpa ljósi á atferli hennar, stöðva afhendingu njósnagagna og komast að þeim verkefnum sem Rússar myndu fela henni.

Konan á yfir höfði sér allt að 12 árum í fangelsi fyrir athæfið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -