Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Telja að mun fleiri Palestínumenn hafi verið drepnir en áður var talið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tala látinna Palestínumanna vegna stríðsins á Gaza gæti verið umtalsvert hærri en opinberar tölur sem Hamas-rekna heilbrigðisráðuneytið hefur greint frá, samkvæmt rannsóknum sem birtar voru í læknatímaritinu The Lancet.

Rannsóknin undir forystu Bretlands náði yfir fyrstu níu mánuði stríðsins, sem hófst þegar vopnaðir Hamas-menn réðust á Ísrael 7. október 2023. Rannsóknin notaði gögn frá ráðuneytinu, netkönnun meðal ættingja sem tilkynntu um banaslys og minningargreinar. Áætlað var að fram til 30. júní 2024 hafi 64.260 Palestínumenn látist af völdum áverka, sem þýðir að 41% fleiri hafa verið drepnir en áður var talið.

Ísraelska sendiráðið í Bretlandi sagði að „engum upplýsingum sem koma frá Gaza er hægt að treysta,“ og að þær þjóni Hamas.

Sameinuðu Þjóðirnar líta á tölur heilbrigðisráðuneytisins sem áreiðanlegar.

Tölur ráðuneytisins gera ekki greinarmun á uppreisnarnarmönnum og óbreyttum borgurum, en nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna sagði að meirihluti staðfestra fórnarlamba á sex mánaða tímabili væru konur og börn.

Ísraelar segja að ekki sé hægt að treysta tölum Hamas. Í ágúst sagði ísraelski herinn (IDF) að hann hefði „útrýmt yfir 17.000 hryðjuverkamönnum“, þó að óljóst sé hvernig hann komst að þessari tölu. IDF heldur því fram að herinn miði aðeins á hermenn og reyni að forðast eða lágmarka mannfall óbreyttra borgara.

- Auglýsing -

Ísraelar leyfa ekki alþjóðlegum blaðamönnum frá fjölmiðlasamtökum, þar á meðal BBC, sjálfstæðan aðgang að Gaza, sem gerir það erfitt að sannreyna staðreyndir á vettvangi.

Hópurinn á bak við nýjustu rannsóknina notaði tölfræðilega aðferð sem kallast „fanga-endurfanga“ (e. capture-recapture), tækni sem hefur verið notuð til að meta dauðsföll í öðrum átökum.

Vísindamenn frá London School of Hygiene & Tropical Medicine skoðuðu hversu margir komu ítrekað upp í mismunandi tilraunum til að telja dauðsföll. Skörun þessara lista benti til þess að fjöldi dauðsfalla af völdum áverka í átökunum gæti verið verulega hærri en tölur frá sjúkrahúsum sem heilbrigðisráðuneytið birti.

- Auglýsing -

Heilbrigðisráðuneyti Gaza gefur út daglega uppfærðar tölur um dauðsföll vegna stríðsins. Það tekur saman tölur frá dauðsföllum sem skráð eru á sjúkrahúsum, dauðsföllum sem fjölskyldumeðlimir hafa greint frá og dauðsföllum úr „áreiðanlegum fréttum fjölmiðla“.

Í skýrslunni í The Lancet var áætlað að dauðsföll væru á milli 55.298–78.525 manns, samanborið við 37.877 sem heilbrigðisráðuneytið greindi frá á tímabilinu sem um ræðir. Rannsóknin sagði einnig að 59 prósent þeirra sem létu lífið og upplýsingar um kyn og aldur lágu fyrir, væru konur, börn og gamalmenni.

Heilbrigðisráðuneytið segir að minnsta kosti 46,726 manns, flestir óbreyttir borgarar og þar af 17,664 börn, hafi verið drepnir í herferð Ísraels á Gaza og á Vesturbakkanum. Ef niðurstaða nýjustu rannsóknarinnar er rétt, má ætla að allt að 74,294 manns hafi verið drepin í Palestínu frá 7. október.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -