Miðvikudagur 1. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Telja að Sundance-kvikmyndahátíðin hafi verið gróðrarstía Covid-19 -smita í Bandaríkjunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sundance-kvikmyndahátíðin sem haldin var í Utah í Bandaríkjunum í janúar gæti hafa verið gróðrarstía Covid-19 smita samkvæmt nýbirtri skýrslu sem Hollywood Reporter greinir frá. Þar voru samankomin 120.000 manns í litlu fjallaþorpi og margir voru með einhvers konar flensueinkenni sem líkjast einkennum Covid-19 samkvæmt grein blaðsins.

Í greininni segir að einn frægur leikari, sem blaðið neitar að nafngreina, hafi orðið alvarlega veikur eftir hátíðina og fylgdarlið hans sömuleiðis.

Forsvarsmenn Sundance hátíðarinnar segja í samtali við blaðið að þeim þyki mjög leitt að heyra ef þeir sem sóttu hátíðina hafi orðið veikir eftir hana í janúar en þeir viti ekki til þess að nein smit sem rekja megi til hátíðarinnar hafi verið staðfest.

Í greininni er haft eftir örverufræðingi að tímasetningin standist fullkomlega þar sem hátíðin hafi hafist sama dag og útgöngubann var sett á í Wuhan í Kína.

Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið hafa ýmsir þeirra sem voru á Sundance-hátíðinni í janúar tekið undir þá kenningu sem sett er fram í greininni, þar á meðal handritahöfundurinn Scott Myers sem segist hafa haldið að hann væri að fá hjartaáfall nokkrum dögum eftir að hann kom af hátíðinni vegna gríðarlegra verkja í brjóstholinu. Heimsókn á bráðavakt hafi hins vegar leitt í ljós að sársaukinn tengdist ekki hjartanu heldur „einhverju í lungunum. Kannski kórónaveirunni?“ spyr Myers í  færslu á Twitter þar sem hann deilir greininni úr Hollywood Reporter.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -