„Við erum svo heppin að eiga manneskju eins og Terry. Terry kom bara einn daginn og kynnti sig. Hann sagðist vilja klappa köttum. Með tímanum fór það að vera daglegur viðburður. Hann klappar öllum köttunum og getur sagt frá því hvað þeim líkar við og hvað ekki. Flesta daga sofnar hann líka óviljandi. Okkur er alveg sama. Kettirnir þurfa þetta! Terry er yndislegur sjálfboðaliði.“ Svona hljóðar færsla griðarstaðar gæludýra í Grænflóa í Bandaríkjunum sem ber heitið Safe Haven Pet Sanctuary.
Færslan birtist árið 2018 en var nýlega birt aftur á Instagram-síðunni Upworthy sem sérhæfir sig í jákvæðum fréttum. Safe Haven Pet Sactuary bætti svo við færslu um Terry í desember síðastliðinn en þá hafði Terry verið sjálfboðaliði hjá þeim í heil fimm ár en þar er hægt að verða sér út um nýtt gæludýr (hunda og ketti) en í sumum tilfellum hafa dýrin verið skilin eftir af fyrri eigendum eða eru villt.
Einn af lesendum Upworthy hitti naglann á höfuðið með athugasemd sinni: „Að hjálpa þessum köttum að læra hvað ást er, hvað öryggi og þægindi er. Þeir eru nógu afslappaðir til að sofa á manni og vera ekki hræddur við mannlega snertingu. Ég velti því fyrir mér hversu marga ketti Terry hefur bjargað vegna þess að hann hefur hjálpað til við að endurhæfa þá og gera þá tilbúna fyrir sitt eilífðarheimili.“
View this post on Instagram