Úkraínu er enn spáð sigri í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer fram á Ítalíu þann 14. maí næstkomandi. Samkvæmt erlendum veðbönkum er Ítalíu spáð öðru sætinu og Svíþjóð því þriðja en spáin getur þó breyst með skömmum fyrirvara.
Bretlandi er spáð fjórða sætinu. Það verða að teljast gleðifréttir fyrir breta, sem höfnuðu í síðasta sæti, án stiga í fyrra. Írar hafa sigrað keppnina oftast, alls sjö sinnum, en þar á eftir er Svíþjóð, með sex sigra. Ísland er ekki ofarlega á lista enn sem komið er og situr í 32. sæti á lista veðbankanna.