Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Þetta er fólkið sem lifði og dó í árás Rússa á blokkina: „Ég get ekki lifað án þeirra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 14 janúar sprengdi rússneski herinn níu hæða íbúðablokk í úkraínsku borginni Dnipro þar sem minnst 45 manns lét lífið, þar af sex börn. Hér eru sögur nokkurra þeirra, en þær birtust meðal annars á rússneska „útlagamiðlinum“ Meduza.

Anastasia Shvets

Eftir hina mannskæðu loftárásina í Dnipro, birtist ljósmynd af Anastasiu Shvets víða á internetinu og í fjölmiðlum. Ljósmyndin er sláandi en hún sýnir Anastasiu sitja í rústunum við hlið baðkars og part úr vegg sem áður hafði verið flísalagður. Þegar flugskeytið skall á blokkina var Anastasia heima með foreldrum sínum. Á meðan foreldrarnir kveiktu á kertum til heiðurs úkraínska hersins, var Anastasia að hvíla sig fyrir næturvaktina í herbergi sínu. Seinna sagði hún að hurðin hafi skýlt henni í rúminu í sprengingunni og þess vegna hafi hún sloppið „næstum því í heilu lagi.“ Foreldrar hennar létust í árásinni.

Sterk en erfið ljósmynd

Næsta dag skrifaði hún færslu á Instagram, en hún vissi á þeim tímapunkti ekki hvort foreldrar hennar hefðu lifað af eða ekki. Færslan fjallaði um það er kærasti hennar dó á stríðsvellinum nokkrum mánuðum áður. „Mér leið eins og hann myndi vernda mig,“ skrifaði hún. Sagði hún einnig að það eina sem hún hefði hugsað þegar hún sat í rústum heimilis síns, hafi verið að hún vonaði að foreldrar henni fyndust. „Ég varð fræg [vegna ljósmyndarinnar], þó ég hafi ekki vitað af því; næstum allir samfélagsmiðlarnir voru að birta myndina af mér. Og ég vil bara fá foreldra mína. Ég þjáist. Er ég í raun og veru til?“

Mykhailo Korenovsky

Mykhailo Korenovsky er einn af þeim sem lést í árásinni en hann var boxþjálfari héraðsliðs Dnipropetrovsk. Samkvæmt eiginkonu hans fór hún út að labba með dætrum þeirra hjóna daginn sem árásin var gerð, en Mykhailo ætlaði að koma aðeins seinna. Fyrst ætlaði hann að fá sér að borða en hann hafði nýlega lokið boxkeppni. Hann var enn heima þegar árásin var gerð.

- Auglýsing -

Ljósmynd af ljósgulu eldhúsi fjölskyldunnar birtist í fjöldi miðla eftir árásina.

Önnur sterk ljósmynd

Kateryna Zelenska

Hin 27 ára Kateryna Zelenska bjó í Dnipro-blokkinni ásamt eiginmanni sínum og eins árs gömlum syni þeirra. Vegna þess að hún er heyrnaskert, heyrði hún ekki þegar viðbragðsaðilar lýstu yfir algjörri þögn svo hægt væri að heyra í eftirlifendum árásarinnar. Að lokum heyrðu þeir grátur hennar en henni var þó ekki bjargað úr rústunum fyrr en morguninn eftir árásina. Hún var því um 20 klukkustundir föst undir leifum íbúðarinnar. Þegar hún loks komst á spítala mældist líkamshiti Katerynu ekki nema 31 gráður.

- Auglýsing -
Katerynu bjargað úr rústunum

Eiginmaður Katerynu og sonur þeirra, eru ófundnir. Samkvæmt frænda hennar, Nikolai Ivashin, létust þeir báðir að öllum líkindum. „Ég er byggingaverkamaður og ég og mínir menn erum að vinna í rústunum núna; við erum í stöðugum samskiptum. Og ég veit að [björgunarmenn] sáu barn. Strákurinn var undir rústunum og lifði ekki af … hvað varðar eiginmann Katerynu, þá er engin von heldur … Ég var á staðnum þegar árásin var gerð og sá allt sem gerðist … Tveir dagar hafa liðið. Allir sem var hægt að finna á lífi eru nú þegar fundnir,“ sagði hann í samtali við blaðamenn 16. janúar.

Figurny fjölskyldan

Daginn fyrir árásina ferðuðust hjónin Marina Figurna og Andriy Osynskyi frá Odesa til Dnipro til að heimsækja ættingja sem þau höfðu ekki séð frá því að stríðið hófst en frá þessu sagði vinkona Marinu, Arina Medvedeva á Instagram. Marina, Andriy og fimm aðrir fjölskyldumeðlimir voru í íbúð í blokkinni þegar flugskeytið hæfði blokkina. Aðeins einum var bjargað úr rústunum.

Hjónin. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

„Dagurinn í dag er hræðilegasti dagur ævi minnar. Fjölskylda mín, Anna, mín elskulega systir sem er bara 15 ára gömul; Marina og Andriy, sem komu frá Odesa og frænka mín Yana og frændi minn Sasha, komu öll hingað til að heimsækja ömmu okkar og afa en flugskeyti hæfði bygginguna. Við höfum engar upplýsingar, þau voru sjö and þeir hafa bara fundið ömmu okkar sem er á gjörgæslu. Afi okkar dó. Ég þjáist mjög. Ég get ekki lifað án þeirra,“ skrifaði Ksenia, ættingi sem ekki var í byggingunni er árásin var gerð, á Instagram.

Hægt er að lesa um fleiri fórnarlömb árásarinnar í Dnipro á Meduza.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -