Samkvæmt niðurstöðum úr rannsókn Ofcom kemur fram að tveir þriðju ungmenna, á aldrinum 13 til 17 ára, sjái skaðlegt efni á netinu. Aðeins 16% þeirra segja frá því eða tilkynna efnið. Hefur samskiptaeftirlitið í Bretlandi skorað á ungt fólk að tilkynna skaðlegt efni á netinu og vernda þannig hvert annað.
Blaðamenn Sky News fjölluðu um málið og hittu hóp ungs fólks í ungmennamiðstöðinni í Islington, í norður London. Fólkið, sem hefur reynslu af stafrænni sköpun, fóru á samfélagsmiðla sína og innan nokkurra sekúndna birtist þar skaðlegt efni. Sem dæmi birtist efni um kynþáttafordóma um „hvítt vald“ , skilaboð um líkamsímynd og gróft myndband af lögreglu að handtaka 16 ára pilt.
„Það er alltaf mikið ofbeldi á samfélagsmiðlum,“ sagði Braulio Chimbembe og bætti við; „Þetta efni á ekki að vera á samfélagsmiðlum og ætti ekki að vera svona auðvelt aðgengilegt.“