Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Þetta er maðurinn sem grunaður er um morðið á Tupac – Segir frænda sinn hafa tekið í gikkinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Duane Keith Davis eða Keefe D eins og hann er kallaður, hefur verið ákærður fyrir morðið á rappgoðsögninni Tupac Shakur árið 1996. Þá var hann einnig yfirheyrður fyrir morðið á Biggie Smalls, sem skotinn var til bana ári síðar.

Duane Keith „Keefe D“ Davis

Á föstudaginn var hinn sextugi Keefe D handtekinn og ákærður fyrir morðið á Tupac Shakur, sem skotinn var til bana í bíl þar sem hann stoppaði á rauðu ljósi í Las Vegas, árið 1996. Tupac var aðeins 25 ára gamall. Keefe D var einnig yfirheyrður árið 2009, vegna morðsins á rapparanum Christopher Wallace eða Notorius B.I.G. eða Biggie Smalls, sem skotinn var til bana í Los Angeles árið 1997, einungis 24 ára að aldri. Tupac skaust hratt upp á stjörnuhimininn á tíunda áratug síðustu aldar, bæði í rappheiminum og í Hollywood en hann lék í nokkrum kvikmyndum. Er hann einn áhrifamesti rappari sem stigið hefur fram á sjónarsviðið.

Tupak Shakur og Suge Knight aðeins mínútum fyrir árásina

Í þrjá áratugi hafa aðdáendur rappsenunnar heyrt sögusagnir af tengslum milli þessara tveggja morða og því verið haldið fram að morðin hafi verið framin vegna erja milli Tupac Shakur og Notorius B.I.G. Bæði morðin eiga það sameiginlegt að hafa verið framin úr bíl í svokölluðu „drive by shooting“ en þá er skotið úr bíl og keyrt í burtu en í báðum tilfellum voru rappararnir stopp á rauðu ljósi. Ástæðan fyrir því að Keefe D var rannsakaður sem mögulegur morðingi er sú að hann sagðist hafa verið á vettvangi þegar Tupac var myrtur. Þá var hann einnig í veislunni sem Notorius B.I.G. var að koma úr þegar hann var skotinn til bana.

The Notorious_B.I.G

En hver er Duane Keith „Keefe D“ Davis?

Davis fæddist í Compton í Los Angeles-sýslu, þann 14 júní árið 1963. Í æsku spilaði hann amerískan fótbolta með hinum alræmda útgefanda, Suge Knight, sem var bílnum með Tupac Shakur er hann var myrtur. Suge lifði árasina af. Seinna gekk hann í South Side Compton Crips glæpagengið. Eiginkona hans heitir Paula Clemons.

Þann 2. júlí árið 2018, viðurkenndi Davis að hafa átt þátt í að drepa Tupac Shakur, eftir að hafa fengið fréttir af því að hann væri að deyja úr krabbameini. Sagðist hann hafa verið farþegi í hinum hvíta Cadillac sem skotið var úr það kvöld. Hann neitaði að segja frá öðrum farþegum bílsins en sagði þó að frændi hans, Orlando Anderson, hefði verið sá sem skaut. Anderson, sem var meðlimur í sama gengi og Davis, lést árið 1998 í skotbardaga sem tengdust gengjastríði, aðeins 23 ára að aldri.

- Auglýsing -
Orlando Anderson

Árið 2011 gaf fyrrum rannsóknarlögreglumaður lögreglunnar í Los Angeles, Greg Kading að nafni, út bók þar sem hann hélt því fram að Duane Keith „Keefe D“ Davis hefði verið boðið ein milljón dollara fyrir að drepa Tupac Shakur og Suge Knight. Sagði hann að rapparinn Sean „Diddy“ Combs hefði boðið Crips-genginu þessa upphæð en í bók Chuck Philips um málið sem kom út árið 2002, var því haldið fram að Notorius B.I.G. hafi boðið upphæðina fyrir morðið en þeir B.I.G og Diddy voru bestu vinir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -