Eins og allur heimurinn veit er Elísabet II Bretlandsdrottning jarðsungin í dag. Og allir vita að Karl hinn þriðji er tekinn við krúnunni eftir að hafa beðið ansi lengi. Og Vilhjálmur er þá orðinn krónprins, það vita flestir. En hver er svo næstur í röðinni að krúnunni? Og hver svo? En svo?
Hér fyrir neðan má sjá hvernig konungsfjölskyldan raðast á lista mögulegra arftaka. Beðist er fyrirfram afsökunar á lélegum þýðingum á nöfnum erfingjanna:
1. Vilhjálmur prins. Eldri sonur Karls III og Díönu og barnabarn Elísabetar II.
2. Georg prins. Elsta barn Vilhjálms prins og Kate Middleton og barnabarn Karls II og barna barnabarn Elísabetar II.
3. Karlotta prinsessa. Fyrsta og eina dóttir Vilhjálms og Kate.
4. Lúðvík prins. Yngsta barn Vilhjálms og Kate.
5. Harrý prins og hertoginn af Sussex, seinni sonur Karls III.
6. Bogi prins (Archie), sonur Harrý og Meghan Markle.
7. Lísabeta Díana prinsessa, dóttir Harrý og Meghan.
8. Andrés prins, næst elsti sonur Elísabetar II og meintur barnaníðingur.
9. Berta Dís (Beatrix) prinsessa af Jórvík. Elsta dóttir Andrésar prins.
10. Sanna Elísabet (Sienna Elisabeth), dóttir Bertu Dísar og Edoardo Mapelli.
11. Evgenía (Eugenia) prinsessa af Jórvík, næst elsta dóttir Andrésar prins.
12. Ágúst Filippus Haukur prins, sonur Gínu og Jack Brooksbank.
13. Eðvarð prins, yngsti sonur Elísabetar II og yngri bróðir Karls III.
14. Jakob prins, sonur Eðvarðs.
15. Lafði Lovísa, dóttir Eðvarðs.
16. Anna Prinsessa, eina dóttir Elísabetar II og systir Karls III.
17. Pétur prins, sonur Önnu.
18. Svana (Savannah), eldri dóttir Péturs.
19. Ylja (Isla), yngri dóttir Péturs.
20. Sara, dóttir Önnu prinsessu.