Heimsbyggðin hefur fylgst með leitinni að kafbátnum Titan, með öndina í hálsinum síðustu daga en hann týndist í skoðunarferð við flak Titanic í Norður-Atlantshafi, síðastliðinn sunnudag.
Samband milli kafbátsins og skipið sem aðstoðaði hann, rofnað á sunnudag og hefur Titan verið leitað síðan. Í kafbátnum bíða fimm farþegar björgunar. En hverjir eru um borð?
Hamish Harding er breskur viðskiptamaður og formaður fyrirtækisins Action Aviation.

„Vegna versta vetrar í Nýfundnalandi í 40 ár er líklegt að þessi leiðangur verði fyrsti og eini mannaði leiðangurinn að Titanic árið 2023,“ skrifaði hann á sunnudaginn. „Veðurgluggi er nýbúinn að opnast og við ætlum að reyna að kafa á morgun.“
Harding er flugmaður og heldur hann þremur heimsmetum.
Shahzada Dawood er varaformaður fyrirtækisins Engro Corporation Limited og er Suleman Dawood sonur hans.

„Sonur okkar Shahzada Dawood og sonur hans, Suleman, höfðu lagt af stað í ferð til að heimsækja flak Titanic í Atlantshafi. Eins og er hefur sambandið rofnað við kafbát þeirra og takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir,“ segja foreldrar Shahzada.
Suleman Dawood er háskólanemi, hefur brennandi áhuga á vísindaskáldsögum og að læra nýja hluti.
Shahzada Dawood er eiginmaður og tveggja barna faðir, elskar ljósmyndun, garðyrkju og að kanna náttúruleg svæði. Fjölskylda þeirra treystir á Allah að þeim verði skilað heim. Þau þakka meðal annars fyrir fólkið sem leita þeirra.
Paul Henri Nargeolet, þekktur fyrir rannsakanir hans á Titanic og er kafari, er meðal farþega. Hann er forstöðumaður neðansjávarrannsókna hjá RMS Titanic Inc., samkvæmt fyrirtækinu.

Nargoleot hefur leitt sex leiðangra um Titanic, nýlegast árið 2010. Er hann talinn reynslumesti farþeginn um borð.
Sockton Rush er framkvæmdastjóri OceanGate.

Samkvæmt vefsíðu OceanGate hefur Rush „umsjón með fjármála- og verkfræðiáætlunum OceanGate og gefur skýra framtíðarsýn fyrir þróun 4.000 metra og 6.000 metra færanlegra kafbáta og sjósetningar- og endurheimtarpalla samstarfsaðila þeirra.“
Rush, sem lærði geimferðaverkfræði við Princeton háskóla og fékk MBA gráðu frá háskólanum í Kaliforníu, Berkeley, „ hannhefur skrifað fjölda verkfræðigreina um áhöfn kafbáta í neðansjávarrekstri,“ segir á vefsíðu OceanGate.