Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Þingmaður fjarlægður með valdi eftir að hafa húðskammað Netanyahu – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísraelsk-Palestínski þingmaðurinn Ayman Aadil Odeh húðskammaði Benjamin Netanyahu á ísrelska þinginu á dögunum og kallaði hann „raðmorðingja friðar“. Var hann tekinn úr ræðustól með valdi í kjölfarið.

Ayman Odeh, leiðtogi Hadash flokksins á þingi Ísrael, Knesset, var fjarlægður með valdi úr ræðustól þingsins á dögunum eftir að hann húðskammaði forsætisráðherra landsins, Benjamin Netanyahu.

Byrjaði Odeh, sem er ísraelsk-palestínskur og alinn upp í Ísrael, á að segja frá sannri sögu manns sem missti nýfædda tvíbura sína í árásum Ísraelshers á Gaza nýlega.

„Benjamin Netanyahu. Ég vil segja þér frá sögu af hinum 32 ára Mohammad Abu Al Qomsan frá Gaza. „Ég giftist tveimur mánuðum fyrir stríðið og eftir það upplifðum við brottvísunarstefnu. Við færðum okkur frá einum stað til annars, fyrst frá norðri, þar til við komum á Deir Al Balah. Laugardaginn 10. ágúst fæddust tvíburarnir mínir, strákur og stelpa. Aser og Aseel. Þetta var eftir að kona mín, dr. Jumana Arafa, gekkst undir erfiðan keisaraskurð. Hamingja fyllti hjörtu okkar vegna fæðingar fyrstu barnanna okkar. Spenning okkar var ómögulega hægt að lýsa. Að morgni þriðjudagsins 13. ágúst fór ég glaðbeittur á sjúkrahúsið og sótti fæðingarvottorð barnanna minna tveggja. Yfirfullur af hamingju sendi ég eiginkonu minni ljósmynd af fæðingarvottorðunum á WhatsApp en hún svaraði ekki. Það var þá sem ég fékk símtal frá einum af nágrönnum mínum sem spurði mig hvort það væri í lagi með mig. Ég svaraði að sannarlega væri í lagi með mig. Sagði hann þá að íbúðin sem ég leigði hefði verið sprengd. Ég flýtti mér með hjartað fullt af ótta um örlög fjölskyldu minnar. Þegar ég kom að móttöku sjúkrahússins þar sem sumir nágrannar mínir voru en þeir sögðu mér skjálfandi að þau væru í líkkælinum. Varla höfðu 10 mínútur liðið frá því að ég fékk fæðingarvottorðin þar til ég var kominn með dánarvottorð þeirra. Ég hrundi“.“

Því næst fór Odeh yfir tölfræði stríðsins og beindi orðum sínum að Netanyahu: „Það eru 17.385 börn á Gaza sem kerfið þitt hefur drepið. Af þeim eru 825 undir eins árs aldri. Það eru 35.055 munaðarlaus börn á Gaza. Blóð þeirra allra mun ásækja þig en samt, í frekju þinni furðar þú þig á ásökunum Alþjóðaglæpadómstólsins. Benjamin Netanyahu, hver er sýn þín? Hver er sýn þín? Í yfir 30 ár hefur þú verið raðmorðingi friðar!“ Þegar þarna var komið við sögu voru þingmenn farnir að öskra á Odeh og forseti þingsins sagði honum að yfirgefa ræðustólinn. Odeh hélt áfram að æpa á Netanyahu, „Hver er þín sýn? Raðmorðingi friðar!“ áður en hann var fjarlægður með valdi úr ræðustól. Netanyahu horfi galtómum augum á þingmanninn mest allan tímann.

Hér má sjá myndband af atvikinu en þar má einnig sjá yfirlýsingu frá honum eftir að hann hafði verið rekinn úr ræðustól:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -