Lögreglan á Tenerife handtók í gær tvo töskubera á flugvellinum á Tenerife fyrir að stela úr töskum farþega. Mennirnir störfuðu við það að ferja töskur í flugvélar en voru það starfsmenn öryggisteymis flugvallarins sem komu að mönnunum sem voru handteknir í kjölfarið.
Mikil aukning hefur verið á þjófnaði úr ferðatöskum á eyjunni sem er afar vinsæll ferðamannastaður en vandamálið komst fyrst í fréttir síðasta sumar. Mennirnir nýttu sér farangursrými flugvallarins til þess að stela úr töskunum en þar eru engar öryggismyndavélar. Ljóst er að ferðamenn geta andað léttar en málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni.