Þrír blaðamenn dóu í sprengjuárás Ísraelshers í Suður-Líbanon, samkvæmt þarlendum miðlum.
Líbanski ríkisfjölmiðillinn National News Agency sagði frá því í dag að „óvinasprengjur“ hafi drepið þrjár manneskjur í Tayr Harfa svæðinu, um 1,6 kílómetra frá landamærum að Ísrael. Líbandska fréttastöðin Al Mayadeen TV, sagði tvo starfsmenn sína meðal fórnarlambanna. Sá þriðji er sagður vera sjálfstætt starfandi blaðamaður sem hefði lagt stöðinni lið.
„Farah Omar, bréfritari og ljósmyndarinn Rabih Me´mari voru drepnir í árás Ísraela,“ sagði Al Mayadeen í yfirlýsingu. „Þetta var bein árás, þetta var ekki tilviljun,“ sagði forstjóri fréttastofunnar, Ghassan bin Jiddo og bætti við að árásin hafi verið gerð eftir að ísraelska ríkisstjórnin ákvað að blokka fyrir umferð á vefsíðu fréttamiðilsins.
„Önnur árás var gerð, sem ætluð var blaðamönnum í Suður-Líbanon, þar sem bréfritari var drepinn og ljósmyndari, sem unnu hjá pan-arabísku stöðinni Al Mayadeen … þriðja manneskjan, sem var með þeim, var einnig drepin,“ sagði Zeina Khodr, hjá Al Jazeera, sem talaði frá Suður-Líbanon. „Fólk hefur það á tilfinningunni hér að ísraelski herinn vilji þagga niður í fjölmiðlum og refsa blaðamönnum.“
Í síðustu viku setti Ísrael Al Mayadeen TV stöðina á svartan lista og sakaði stöðina um að „viðleitni á stríðstímum til að skaða öryggishagsmuni [Ísraels] og þjóna markmiðum óvinarins“.“ Þá sagðist samskiptaráðherra Ísrael, Shlomo Karhi, þann 13 október, vera byrjaður að vinna í að blokka vefsíðu Al Mayadeen og loka svæðisbundnum skrifstofum þeirra.
„Upplýsingamálaráðherra Líbanon hefur beðið herinn að hefja rannsókn á árásinni í dag,“ sagði Khodr hjá Al Jazeera og bætti við að þetta væri þriðja árásin á blaðamenn í Suður-Líbanon frá 13 október.
Ísraelski herinn segist vera að „skoða smáatriði“ atviksins, samkvæmt AFP fréttamiðlinum.
Nú hafa að minnsta kosti 50 fréttamenn og fjölmiðlastarfsmenn verið drepnir í hinu 46 daga stríði Ísraela á Gaza, samkvæmt fréttafrelsishópnum, sem er nefnd sem ætluð er að vernda blaðamenn. Meirihluti hinna föllnu blaðamanna eru Palestínumenn frá hinu hertekna Gaza-strönd.
Frá árinu 2002 til 2022 létust 21 blaðamaður í árásum Ísraelshers, samkvæmt UNESCO.