Þrír eru látnir og fjórtán særðir eftir stærðarinnar sprengingu fyrir utan höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries í dag. Segir Innanríkisráðherra Tyrklands árásina hafa verið hryðjuverk.
Samkvæmt Ali Yerlikay, innanríkisráðherra landsins létust þrír í árásinni og fjórtan voru fluttir særðir á sjúkrahús. Talið er að tala látinna muni hækka.
Í tyrknesa fjölmiðlinum NTV segir að vopnaðir menn hafi ruðst inn í höfuðstöðvarnar eftir mikla sprengingu og byrjað að skjóta á fólk. Samkvæmt tyrkneska miðlininum Haberturk TV stendur nú yfir gíslataka í höfuðstöðvunum. Enn hefur enginn lýst ábyrgð yfir árásinni.
Í frétt RÚV kemur fram að árásin hafi átt sér stað á sama tíma og forseti Tyrklands, Erdogan, fundar með leiðtogum BRICS ríkjanna í Rússlandi.