Föstudagur 15. nóvember, 2024
-2 C
Reykjavik

Þrír nemendur björguðu grátandi dreng í strætó: „Þetta endurvekur trú á mannkynið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir drengs fékk aftur trú á mannkynið þegar þrír skólastrákar hjálpuðu 11 ára drengi þegar hann hafði tekið rangan strætó eftir fyrsta skóladaginn sinn.

Hinn ellefu ára drengur, hafði tekið rangan strætó og færðist sífellt lengra og lengra frá heimili sínu, en þá steig hjartagott tríó fram. Drengurinn, sem hafði hvorki síma né pening meðferðis, hafði enga leið til að komast heim til sín í Netherton, Liverpool. Hinn 15 ára nemi, Tom O´Brien tók þá eftir drengnum skælandi og gaf honum 10 pund fyrir leigubíl, á meðan jafnaldrar drengsins, þeir Harry Campell og Dylan Robson, pössuðu upp á að hann kæmist heim, heilu á höldnu.

Þessu góðverki var deilt meðal fólks á Facebook af móður drengsins en færslan sló í gegn en þúsundir skrifuðu við færsluna og hrósuðu drengjunum. Collette, móðir Harry, sagði að allt varðandi málið hefði „endurheimt trú hennar á mannkynið.“

Sagði hún: „Það var eiginmaður minn sem sá Harry, standandi fyrir utan húsið okkar, talandi við þennan dreng sem við höfum aldrei séð áður. Harry sagði Dylan að hringja á leigubíl til að sækja hann frá okkar húsi, til að tryggja að hann kæmist heim á öruggan hátt. Svo gekk hann með honum til okkar og beið fyrir utan með honum eftir leigubílnum.“

Hún hélt áfram: „Guð blessi hann, þessi litli stráksi var í uppnámi og hafði tekið rangan strætó og þar sem þetta var fyrsti dagurinn hans, þá hefur hann ekki þekkt marga. Ég spurðu Harry hvort hann hefði hitt drenginn og hvernig hann væri og hann sagði mér að hann væri fínn og hefði þakkað honum. Mér finnst þetta bara yndislegt. Ég er mjög stolt af honum. Þetta endurvekur trú á mannkynið og þessi litli skráksi veit nú að það er gott fólk þarna úti sem mun hjálpa honum.“

Tom sagði kennurum að hann væri bara ánægður að drengurinn hafi komist heim og það gladdi hann að unglingar fái þarna jákvæða umfjöllun. Faðir hans, Kenny, sagðist vera afar stoltur af honum fyrir að vera svo „hugulsamur og hlýr“ sonur.

- Auglýsing -

Hinn 55 ára faðir sagði: „Ég er mjög stoltur af honum. Hann er mjög hugulsamur piltur og frábær persónuleiki. Hann sagði mér ekki hvað hefði gerst fyrr en seinna um kvöldið þegar hann áttaði sig á að fólk væri að tala um það á Facebook. Hann sagðist hafa verið í strætónum og spurt drengina á sjöunda ári (11. ára bekk) hvernig hefði gengið á fyrsta degi skólaársins þegar hann tók eftir dreng sem sat einn og virtist stressaður og í uppnámi og spurði hann hvort eitthvað væri að. Drengurinn sagðist hafa farið í vitlausan strætó og væri að fara sífellt lengra frá heimili sínu. Þannig að Tom fékk hugmynd og sagði honum að fara úr strætónum og gaf honum 10 pund fyrir leigubíl.“

Móðir Dylan, Toni, sagðist hafa heyrt af þessu þegar sonur hennar kom heim úr skólanum. Hún sagði: „Hann kom heim og sagði að það hefði verið strákur sem fór í rangan strætó og hefði verið í uppnámi. Hann sagði mér að Tom hefði gefið honum pening og hvernig hann og Harry hefðu hringt á leigubíl. Ég spurði hann hvernig þeir hefðu þekkt númer til að hringja í og hann sagðist hafa gúgglað það. Ég er mjög stolt af honum. Ég vona að ef sonur minn yrði í sömu sporum, að einhver myndi hjálpa honum.“

Dylan

Drengirnir hringdu í Delta leigubílastöðina en samkvæmt Liverpool Echo rukkaði bílstjórinn ekkert fyrir ferð unga piltsins. Yfirkennari Holy Family Catholic High School skólans, Matthew Symes sagði: „Þetta er bara yndislegt og þessi byrjun á skólaárinu setur tóninn fyrir allt annað. Tom er ótrúlega hugulsamur og á alla lund frábær gaur.“

- Auglýsing -

Matthew hélt áfram: „Ég kíkti á hann eftir að hafa fengið fjöldi hringinga frá foreldum sem spurðu hvað hefði gerst. Og hann sagðist ánægður með athyglina því margir 15 ára unglingar fá slæmar umfjallanir í fjölmiðlum. En hann var mjög ánægður að drengurinn hafi komist heim til sín. En hann hefur með þessu sýnt frábært fordæmi fyrir framan heila rútu af sjöunda bekkingum, sem eru allir stressaðir og kvíðnir í kringum stóru krakkana. Þetta er frábært dæmi um eldri nemanda sem passar upp á þá yngri.“

Fréttin er unnin upp úr frétt The Mirror.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -