Mánudagur 13. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Þrjú ung börn fundust látin á heimili sínu: „Þetta er hræðilegur og afar átakanlegur harmleikur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir er í haldi lögreglu eftir að þrjú börn hennar fundust látin á heimili hennar í Bristol-borg.

Kona, sem þekkt er undir nafninu Jasmine, er í gæsluvarðhaldi lögreglunnar á sjúkrahúsi, eftir að lögreglan uppgötvaði sér til skelfingar, eftir að hafa farið í velferðarathugun að heimili Jasmine um klukkan 12:40 í gær, að þrjú börn hennar, sjö ára drengur, þriggja ára stúlka og 10 mánaða strákur, væru dáin.

Yfirlögregluþjónninn Vicks Hayward-Melen, hjá Avon og Somerset lögreglunni, sagði við fjölmiðla að réttarrannsókn verði gerð á börnunum í vikunni, svo hægt sé að finna dánarorsökina. Hún hélt áfram: „42 ára kona var handtekin og flutt á sjúkrahús með meiðsl sem hún hafði hlotið,“ en að þau væru „ekki lífshættuleg.“

Yfirlögregluþjónninn Vicks Hayward-Melen

Vicks sagði við fjölmiðla að hugur lögreglunnar væri hjá ástvinum barnanna. „Ég vil byrja á að segja að þetta er hræðilegur og afar átakanlegur harmleikur þar sem þrjú ung börn týndu lífi sínu. Hugur okkar er mjög með ástvinum barnanna, sem nú eru að ganga í gegnum skelfilega þrautagöngu. Áhyggjufullur borgari hafði samband við okkur og bað um að velferðarathugun yrði gerð hjá íbúunum, snemma á sunnudagsmorgun, 18, febrúar. Lögreglumenn komu á staðinn klukkan 12:40 og fundu þrjú börn látin. Krufning verður nú gerð á börnunum til að komast að dánarorsökunum og það er mikilvægt að við gefum ekki frekari upplýsingar um þetta fyrr en rétt ferli hefur verið framkvæmt. Ekki er líklegt að krufningarnar verði búnar fyrr en í fyrsta lagi um miðja þessa viku, jafnvel í lok vikunnar. „Formleg auðkenning hefur ekki enn átt sér stað, en við teljum að fórnarlömbin séu sjö ára drengur, þriggja ára stúlka og 10 mánaða gamall drengur. Aðstandendur þeirra hafa verið látnir vita og fá alla þá aðstoð og stuðning sem þeir þurfa af sérhæfðu fjölskylduáfallateymi. 42 ára kona var handtekin á vettvangi og flutt á sjúkrahús vegna meiðsla sem hún hlaut. Ástand hennar er ekki í lífshættu og er hún enn í haldi lögreglu á þessari stundu.“

Vicks sagði aukreitis að málið sé rannsakað sem einangar atvik.

„Einkennisklæddir lögreglumenn frá Hverfislögregluteyminu munu vera á svæðinu á næstu dögum til að veita nærsamfélaginu fullvissu og stuðning, svo vinsamlegast ræðið við okkur ef þið hafið einhverjar áhyggjur. Það er mikilvægt að leggja áherslu á að við erum að meðhöndla þetta sem einangrað atvik og við teljum ekki að það sé nein viðvarandi hætta fyrir samfélagið.“

- Auglýsing -

Þá sagði Vicks að lögreglan væri auðmjúk yfir viðbrögðum samfélagsins.

„Við erum auðmjúk yfir viðbrögðum samfélagsins við þessum harmleik. Á tímum mikillar sorgar og vantrúar höfum við séð sjálfsprottna umhyggju og stuðning. Innan nokkurra klukkustunda frá því atvikið átti sér stað var staðbundin kirkja opnuð fyrir fólk til að safnast saman og syrgja. Þetta er það sem að vera í samfélagi snýst um og við viljum þakka öllum þeim sem halda áfram að bjóða upp á þessa mikilvægu og óeigingjörnu þjónustu.“

Og hún hélt áfram: „Dauði svo ungra barna er mikið áfall fyrir allt samfélagið og þetta atvik hefur haft mikil og djúp áhrif á okkur öll í lögreglunni. Við munum tryggja að allir þeir sem taka þátt í viðbrögðunum og rannsókninni í kjölfarið fái hvers kyns velferðarstuðning sem þeir kunna að þurfa. Ég veit að fólk mun krefjast svara, en rannsóknarteymið er á allra fyrstu stigum rannsókar sem verður mjög viðkvæm, flókin og ítarleg og það mun taka tíma að komast að öllum staðreyndum. Við gerum ráð fyrir að við þurfum að framkvæma frekari rannsóknir á vettvangi það sem eftir er vikunnar og það verða nokkrar girðingar á meðan við gerum þetta.“

- Auglýsing -

Leigubílstjóri í Bristol, 42 ára að aldri, segist hafa síðast séð móðurina og börnin hennar þrjú fyrir tveimur vikum síðan. „Hún var glöð. Börnin hennar voru öll glöð,“ sagði hann og bætti við að fjölskyldan væri partur af súdanska samfélaginu í Bristol. „Hún er mjög ljúf manneskja. Þetta er mjög sorglegt.“

Eiginmaður Jasminar er talinn vera, líkt og hún, frá Súdan, samkvæmt nágranna þeirra en það er ekki vitað hvort hann hafi verið á heimilinu þegar morðin voru framin. Gatan er í rólegu hverfi um sex kílómetra frá miðborg Bristol.

Sagt var frá málinu á Mirror.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -