Lögreglan í Suður-Wales tilkynntu í dag að þrjú ungmenni hafi fundist látin og tvö flutt lífshættulega slösuð á gjörgæslu. Hafði lögreglan leitað þeirra í tvo sólarhringa áður en þau fundust en svo virðist sem þau hafi lent í umferðaslysi.
Þær Sophie Russon, Eve Smith og Darcy Ross, sem allar eru tvítugar, voru úti að skemmta sér á bar sem heitir Muffler bar and clubí Maesglas, Newport á föstudagskvöld. Eftir það er talið að þær hafi ætlað á Trecco Bay í Porthcawl en ekki komist alla leið.
Samkvæmt fjölmiðlum í Bretlandi voru vinkonurnar þrjár með þeim Shane Loughlin og Rafel Jeanne þetta kvöld en talið er að þeir séu frá Cardiff. Ekki er enn vitað hvort þeir hafi þekkt stúlkurnar eða hitt þær þetta kvöld í fyrsta skiptið.
Ekkert þeirra hafði sést frá tvö á laugardagsnótt eða stuttu eftir að Darcy og Rafel deildu ljósmynd af þeim á Snapchat samskiptaforritinu.
Lögreglan í Gwent upplýsti í dag að þau hefðu fundið þrjú lík snemma í morgun í kjölfar gruns um bílslys á A48 stofnbrautinni í St Mellons-svæðinu í Cardiff. Tveir einstaklingar hafa verið fluttir á sjúkrahús með alvarlega áverka.
Ekki hefur lögreglan enn gefið upplýsingar um það nákvæmlega hvaða einstaklingar fundust látnir og hverjir slasaðir. Sérfræðingur lögreglunnar aðstoðar nú fjölskyldur ungmennanna.
Stúlkurnar þrjár ferðuðust til Cardiff eftir ferðalag frá Porthcawl en þær sáust síðast í Llanderyn hverfinu í Welsku höfuðborginni. Þær höfðu á Volkswagen Tiguan ásamt þeim Rafel Jeanne, 24 ára og Shane Loughlin, 32 ára, báðir frá Cardiff en einnig var búið að tilkynna hvarf þeirra. Telur lögreglan að þau hafi lent í einhverskonar umferðaslysi en rannsakar málið áfram.
Fréttin er unnin upp úr frétt Daily Mail.