Viðburðurinn „Reclaiming the Discourse: Palestine, Justice, and Truth“ með Francescu Albanese, skýrslugjafa Sameinuðu þjóðanna, var fluttur til Junge Welt, í Berlín, vegna ógunartilburða þýsku lögreglunnar. Segist Francesca hafa áhyggjur af stöðunni í Þýskalandi.
Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um Palestínu, hefur verið áberandi stuðningsmaður Palestínu undanfarið þar sem hún hefur farið mikinn á blaðamannafundum um þjóðarmorðið sem hófst á Gaza 7. október. Í gær átti að halda viðburð með henni um málefni Palestínu á viðburðarstaðnum Kühlhaus Berlin, en vegna ógnandi tilburða þýskra yfirvalda neyddust skipuleggjendur viðburðarins að færa hann á minni stað, sem tekur helmingi færri gesti í sæti.
Í myndskeiði sem birtist á Instagram sést Francesca kvarta undan meðferðinni í samtali við fjölmiðla ytra rétt áður en viðburðurinn hófst.
„Ég er mjög ánægð að vera hér,“ segir Francesca í upphafi myndskeiðsins og hlær kaldhæðnislega. Og heldur síðan áfram: „Þó ég sé í nettu áfalli vegna þeirra láta sem þessi viðburður hefur ollið. Þetta er algjörlega óskiljanlegt með öllu. Þetta gefur mér mikla ástæðu til að óttast stöðuna sem Þýskaland er í núna, þar sem ég á marga vini og þar sem er fólk sem þarfnast verndar í stað þess að vera kúgað enn meira. Ég vona innilega að fundurinn verði friðsamur og að það verði engin spenna, þrátt fyrir að ég hef aldrei áður verið stödd á stað sem hefur fengið jafn margar hótanir, upplifað jafn mikla ógnun og þar sem lögreglan hefur verið að skoða hvort hún geti ekki handtekið mig. Þetta er hrikalegt. Og sem Evrópubúi mun ég aldrei gleyma þessu. Og ég vona að þetta verði ekki verra en það er nú þegar.“
Hér má sjá myndskeiðið:
View this post on Instagram