Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

TikTok-stjarna féll fyrir eigin hendi: „Bobby var fullur af lífi og hlátri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

TikTok-stjarnan Bobby Moudy, 46 ára, lést á heimili sínu í Mississippi þann 28 apríl. Framdi hann sjálfsvíg. Lætur hann eftir sig eiginkonuna Jennifer og þrjú börn, Kaytlin, Max og Charleigh. ENews! sagði frá andlátinu.

„Bobby var ástríkur eiginmaður, faðir, bróðir og vinur,“ sagði dóttir hans Kaytlin í TikTok-myndskeiði. „Þann 28. apríl varð hann fórnalamb sjálfsvígs. Bobby var fullur af lífi og hlátri en einnig þjáður vegna fjárhagsálags. Eiginkona hans, Jennifer og þrjú börn þeirra eru tilfinninga og fjárhagskreppu því hann var kletturinn þeirra.“ Auk textans í myndskeiðinu birtust ljósmyndir af Bobby með fjölskyldu sinni og hlekkur á GoFundMe-söfnunarsíðu svo fólk geti lagt fjölskyldunni hjálparhönd. Í myndskeiðinu kallar Kaytlin föður sinn sinn besta vin og minnist hans sem hinn „minntist hans sem „ótrúlegasta pabba, bróður, frænda og vinar.“

Bobby, sem átti meira en 361.000 fylgjendur póstaði oft myndskeið af sjálfum sér og fjölskyldunni á TikTok en í lýsingunni á reikning hans stóð að hann væri „bara hér til að gera dóttur mína vandræðalega.“ Í síðasta myndskeiði hans, sem birtist 26. apríl, var Kaytlin með honum að gera það sem hann kallaði „að herma eftir pirrandi hafnarboltaaðdáanda“ á meðan hún sat við hlið hans.

Eiginkona hans, Jennifer minntist á það hversu mikið Bobby dýrkaði fylgjendur sína. „Haldið áfram að senda bænir. Hann elskaði ykkur öll.“

Bobby hafði áhuga á fleiru en TikTok-myndskeiðum. „Hann var annálaður útivistaráhugamaður og naut þess að veiða fiska, veiða og fara í tjaldferðir,“ stóð í minningargrein um hann. „Hann var hamingjusamastur þegar hann sýndi ást sína og stuðning til barna sinna. Hann var oft háværasta röddin á hliðarlínunum þar sem hann hvatti börn sín í íþróttum þeirra og á skólaviðburðum. Hann nálgaðist lífið með smitandi eldmóði og brosi.“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -