Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Timothée Chalamet leikur Bob Dylan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjartaknúsarinn Timothée Chalamet æfir nú stíft fyrir hlutverk sitt sem Bob Dylan í myndinni Going Electric sem James Mangold leikstýrir. Myndin fjallar um þann tíma í lífi Dylans þegar hann skipti úr órafmagnaðri þjóðlagatónlist yfir í rafmagnað rokk, breyting sem olli miklum usla á sínum tíma. Bob Dylan sjálfur virðist hæstánægður með verkefnið og er sagður einn framleiðenda myndarinnar.

Timothée Chalamet varð alheimsstjarna á einni nóttu fyrir leik sinn í myndinni Call Me By Your Name árið 2017 og hefur síðan haldið áfram að heilla áhorfendur í myndum á borð við Little Women og The King. Hann tekur hlutverk sitt sem Dylan greinilega mjög alvarlega og sést hefur til hans í New York með gítartösku á leið á æfingar í gítarleik, eftir því sem Vogue fullyrðir. Hann lék reyndar smávegis á gítar í Call Me by Your Name, en það er meira en að segja það að feta í fótspor Dylans í gítarleiknum og eðlilegt að leikarinn ungi þurfi strangar æfingar í listinni.

Dylan var síðast viðfangsefni kvikmyndar í magnaðri mynd Todd Haynes, I’m Not There árið 2007, þar sem stórstjörnurnar Christian Bale, Cate Blanchett, Marcus Carl Franklin, Richard Gere, Heath Ledger, og Ben Whishaw léku Dylan á mismunandi tímaskeiðum í lífi hans og ferli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -