Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Tíu ára gömul stúlka skaut konu til bana: „Þú hefðir ekki átt að abbast upp á mömmu mína!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin 41 árs gamla amma og sjálfboðaliði í Orlando í Florida-ríki í Bandaríkjunum, Lashun Rodgers var stödd í grillveislu á Minningardegi hermanna er konu og dóttur hennar bar að garði. Var grillveislan haldin í bakgarðinum við blokkina hennar Lashun. Reyndist þessi óvænta heimsókn mæðgnanna bannvæn.

Samkvæmt Washington Post byrjuðu konurnar tvær að öskra hvor á aðra vegna samfélagsmiðlafærslu sem önnur þeirra hafði skrifað. Vitni sögðu að öskrin hefðu breyst í líkamleg átök eftir að konan kýldi Lashun, sem launaði henni kinnhestinn.

Í skýrslu lögreglu segir að á einhverjum tímapunkti hefði hin konan, hin 31 árs gamla Lakrisha Isaac, rétt dóttur sinni sem aðeins er 10 ára gömul, veski sitt. Í veskinu var skammbyssa. Slagsmálin héltu áfram allt þar til dóttir Lakrisha skaut Lashun tveimur skotum í höfuðið.

Vitni segir móðurina hafa öskað á dóttur sína „Þú ert búin að skjóta konuna!“ Segir vitnið stelpuna þá hafa öskrað á fórnarlambið „Þú hefðir ekki átt að abbast upp á mömmu mína!“

Lashun lést í árásinni en saksóknarar klóra sér nú í höfðinu og reyna að finna leið til að sækja hinn unga morðingja til saka.

„Þessi skotárás er óhugsandi harmleikur sem ekki bíður upp á auðveldar lausnir,“ sagði Níundi ríkislögmaður Flórída, Monique H. Worrell í yfirlýsingu á þriðjudaginn. „Skrifstofa okkar mun fara varlega og aðaláhersla okkar verður á að gera allt sem við getum til að styðja fjölskyldu frú Rodgers, vernda almenning og bæta heilsu þessa barns í framtíðinni.“

- Auglýsing -

Stúlkan, sem ekki hefur verið nafngreind, vegna aldurs hennar, var handtekin á þriðjudaginn og gæti verið kærð fyrir manndráp, samkvæmt ClickOrlando.com, þó að Worrell hafi tekið það sérstaklega fram að ekki væri búið að ákveða hvort stúlkan verði sótt til saka eður ei. Móðirin, Lakrisha er einnig í haldi lögreglu og á yfir höfði sér nokkrar kærur, þar með talið fyrir manndráp af saknæmu gáleysi, grófa líkamsárás með skotvopni, vanrækslu barns og gáleysisgeymslu skotvopns, samkvæmt handtökuskýrslunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -