Heilbrigð 10 ára stúlka lést skyndilega í síðustu viku. Rai-Lèyah Parveen Saddique var í skóla í Wakefield í Bretlandi, hún féll skyndilega í yfirlið á miðvikudaginn, án neinna augljósra útskýringa. Hún var flutt á sjúkrahús en lést á mánudaginn.
Enn er ekki vitað hvað kom fyrir Rai-Lèyah en hún hafði alla sína ævi verið heilbrigð og kát stúlka. Hún var elst þriggja systkina og vinsæl í skólanum, andlát hennar varð fjölskyldu hennar og samnemendum stórt áfall.
Talsmaður fjölskyldu stúlkunnar gaf frá sér yfirlýsingu: „Hún var dugleg og elskuð af fjölskyldu sinni og vinum. Skólinn var lokaður í dag, samnemendur hennar komu í jarðaförina og slepptu blöðrum til minningar um hana.“
Hundruðir komu saman í jarðaför Rai-Lèyah og margir minntust hennar á Facebook.