Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Tíu ára stelpa mætti með kókaín í skólann – Stjórnendur minna á skaðsemi eiturlyfja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tíu ára stelpa í Seguin í Texas í Bandaríkjunum var handtekin í lok janúar fyrir að hafa mætt með lítinn poka af kókaíni í Jefferson grunnskólann.

Samkvæmt fjölmiðlum í Texas fann annar nemandi pokann í skrifborði stelpunnar og tilkynnti stjórnendum skólans um það. Í kjölfarið var hringt á lögregluna og framkvæmdi hún tilraun á hvíta efninu í pokanum til að staðfesta grun sinn og reyndist það vera kókaín. Lögreglan handtók tíu ára stelpuna í framhaldinu

Í tilkynningu frá lögreglunni sagði hún að stefna hennar væri að tryggja öryggi allra nemenda og starfsmanna og þakkaði skólanum fyrir aðstoðina við rannsóknina á málinu.

Maria Guerra, skólastjóri Jefferson grunnskólans, sagði í tölvupósti til foreldra að skólinn gerði sitt besta til að tryggja öryggi nemenda skólans. Þá minnti hún foreldra á að ræða við börn sín um hversu hættuleg eiturlyf eru og að börnin ættu að tilkynna alla grunsamlega hegðun til fullorðna.

Þá hvatti hún foreldra til þess að hafa samband ef þeir hefðu einhverjar spurningar varðandi málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -