Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Tíu fjölskyldumeðlimir skotnir til bana – Yngsta fórnarlambið aðeins 13 ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tíu meðlimir úr sömu fjölskyldunni voru skotnir til bana á heimili þeirra í Suður-Afríku, að sögn lögreglu.

BBC segir frá því að sjö konur og þrír karlmenn hafi verið myrt í árás á heimili í Imbali, nálægt borginni Pietermaritzburg, snemma í morgun.

Lögreglustjórinn Bheki Cele sagði að tveir af þeim grunuðu hefðu verið handteknir, en að einn hafi verið skotinn til bana og að enn sé leitað að þeim fjórða. Ekki er vitað um tilefni árásarinnar að svo stöddu.

Fram kemur í frétt BBC að í Suður-Afríku sé ein hæsta tíðni morða í heiminum.

Lögreglunni var fyrst gert viðvart af árásinni er nágrannar heyrðu skothljóð. Cele sagði að yngsta fórnlambið sé einungis 13 ára gamalt og bætti við: „Þetta er hræðilegur glæpavettvangur. Of margir létu lífið hérna.“ Þá sagði hann einnig: „Lögreglan hefur handtekið tvo aðila, einn var særður, einn var dauður, einn flúðu og þrjár byssur fundust.“

Að sögn BBC var eitt barn flutt á sjúkrahús.

- Auglýsing -

Samkvæmt fjölmiðli á svæðinu, komust byssumennirnir inn á heimilið með því að þykjast vera lögreglumenn.

Cele staðfesti að hinir grunuðu voru handteknir á heimili galdralæknis (e. witch doctor), þar sem þeir höfðu sótt athvarf. Segir lögreglan að einn þeirra grunuðu, sá sem var skotinn til bana, hafi verið á lista yfir eftirlýsta glæpamenn um langt skeið.

Þessi hluti Suður-Afríku er þekktur fyrir að koma reglulega fram í innlendum glæpatölfræðiskýrslum yfir morðtíðni – vandamál sem hefur plagað svæðið í langan tíma.

- Auglýsing -

Þetta er önnur fjöldaskotárásin í KwaZulu-Natal héraði í þessari viku en fjórir létust í skotárás í gær á öðru heimili í hafnarborginni Durban.

Í janúar voru átta manns skotnir til bana í afmælisveislu í Gqeberha-borg í Eastern Cape héraði. Kom sú áras í framhaldi af fjöldi skotáraása á börum á svæðinu á síðasta ári, þar sem að minnsta kosti 15 létust í einni af árásunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -