Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Tóku upp aftöku á fyrrum Wagner-liða: „Áttaði ég mig á að þetta var ekki mitt stríð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýju myndskeiði sem póstað var á hálfopinberri Telegram-rás málaliðanna í Wagner-flokknum, sýnir það sem virðist vera morð á fyrrum meðlimi hópsins.

Útlagafréttamiðillinn rússneski Meduza segir frá því að nýtt myndskeið hafi nú birst á hálfopinberri Telegram-rás Wagner-málaliðanna sem barist hafa í stríðinu í Úkraínu og víða skilið eftir sig sviðna jörð, enda skeyta þeir ekki um alþjóðalög og reglur í stríði. Í myndskeiðinu virðist sem Dmitry Yakushchenko, fyrrum fangi sem gekk til liðs við Wagner-hópinn en eftir þriggja mánaða bardaga í Úkraínu gafst hann upp fyrir Úkraínumönnum. Hið hryllilega myndskeið virðist sýna það þegar Dmitry er drepinn með sleggju en fyrir um það bil þremur mánuðum birtist svipað myndskeiðsem sýndi morðið á Yevgeny Nuzhin, sem einnig barðist fyrir Wagner.

Í myndskeiðinu sést maður sem virðist vera téður Dmitry Yakushchenko, sem sat áður í fangelsi á Krímskaga en gekk í Wagner-hópinn til að berjast í stríðinu í Úkraínu. Hann gafst svo upp eftir fjögurra mánaða baráttu. Á Telegram-rásinni Grey Zone, sem er hálfopinbera rás Wagner-liða, stóð að Yakushchenko hafi „sýktst af sama sjúkdómi sem veldur því að maður missir meðvitund í úkraínskum borgum, hvort sem það er Kænugarður eða, í þessu tilviki, Dnipro, og vaknar síðar í kjallara við síðasta dómsfund þinn.“

Myndbandið sýnir mann sem segist vera Dmitry Yakushchenko, en höfuð hans virðist teipað saman við haug af múrsteinum. Segist maðurinn einnig vera frá Krímskaga og að hann hafi áður setið inni. „Ég fór til að berjast með Wagner-hópnum. Þegar ég var hins vegar á víglínunni áttaði ég mig á að þetta var ekki mitt stríð. Í dag var ég úti á götu í Dnipro-borg, er ég var barinn í höfuðið og missti meðvitund. Þegar ég rankaði við mér var ég í þessu herbergi, þar sem þeir sögðu mér að nú yrðu haldin réttarhöld yfir mér,“ sagði maðurinn. Eftir það var hann ítrekað barinn í höfuðið með sleggju, þó að mynskeiðið sé nokkuð óskýrt. David Frenkel blaðamaður hjá Mediazona, hefur haldið því fram að myndskeiðið gæti verið falsað.

Í fyrrihluta myndskeiðsins má sjá brot úr myndböndum sem tekin voru er Yakushchenko var í haldi Úkraínumanna og hafði verið sýnt í sjónvarpsfréttum í nóvember 2022. Þar segist hann hafa verið dæmdur í 19 ára fangelsi og hafa afplánað hluta þess tíma í Saratov-héraðinu í Rússlandi áður en hann skráði sig í stríðið til að finna „hverja þá glufu sem hann gæti […] til að sleppa.“ Að lokum sagðist hann hafa gefist upp gegn úkraínskum hermönnum í Bakhmut-borg.

Fram kemur í rússneska fjölmiðlinum Agentstvo að Yakushchenko hafi líklegast snúið aftur til Rússlands í fangaskiptum 1. desember 2022. Sást hann í slíkum skiptum í sjónvarpsfréttum þar eystra.

- Auglýsing -

Í nóvember 2022 birti Grey Zone rásin svipað myndskeið sem sýndi morð á fyrrum meðlimi Wagner-hópsins, framið með sleggju. Síðan þá hefur stofnandi hópsins, Evgeny Prigozhin og hans meðreiðarsveinar ítrekað notað sleggjur sem tákn fyrir málaliðahópinn í sínum áróðursmyndböndum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -