Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Tólf ára stúlka hrapaði til bana á hóteli á Spáni – Fjölskyldan svaf í næsta herbergi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tólf ára stúlka lést er hún féll tæpa 20 metra fram af svölum á hóteli á Majorca, á meðan fjölskylda hennar svaf í næsta herbergi.

Stúlkan, sem var frá Írlandi, lést um klukkan hálf sjö í morgun, þegar hún féll fram af svölu á þriggja stjörnu fjölskylduhótelinu Club Mac í Puerto de Alcudia á norðaustur Majorca. Ættingjar hennar eru sagðir hafa verið sofandi þegar stúlkan fór út á svalir og féll. Lögreglan er að rannsaka málið.

Þrátt fyrir að sjúkraliðar og aðrir viðbragðsaðilar flýttu sér á hótelið til að bjarga stúlkunni, var hún því miður úrskurðuð látin á vettvangi. Stúlkan er sögð hafa fallið frá sjöundu hæð hótelsins áður en hún lenti á þaki veitingastaðar sem staðsettur er á jarðhæð. Lögreglan á Spáni staðfesti harmleikinn í yfirlýsingu í morgun.

Lögreglan sagði í samtali við Mirror að málið væri í rannsókn: „Verið er að rannsaka málið. Okkur barst neyðarsímtal eftir að 12 ára stúlka féll á hóteli í Alcudia (Majorca) í gærnótt. Foreldrar hennar voru sofandi. Gestur á hótelinu tilkynnti málið um morguninn þegar hann fann líkið. Í augnablikinu eru ekki fleiri opinberar upplýsingar gefnar.“

Heimildarmaður staðfesti við lögregluna að stúlkan hafi verið írsk. Búist er við að krufning verði gerð í dag en fjölskyldan hafði ætlað sér að fara aftur til Írlands í dag. Svæðisbundin neyðarsamhæfingarstöð hefur boðið fjölskyldunni áfallahjálp.

Áreiðanlegur heimildarmaður sagði eftirfarandi: „Stúlkan sem lést var eitt þriggja barna. Fjölskyldan átti að snúa aftur til Írlands í dag. Foreldrar stúlkunnar voru sofandi þegar hún féll og höfðu ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir á.“ Starfsmaður hjá Club Mac-hótelinu sagði í morgun að dvalarstaðurinn myndi ekki að tjá sig um málið.

- Auglýsing -

Hinar hörmulegu fréttir koma aðeins þremur vikum eftir andlát annars Íra á Majorka, sem féll skyndilega niður á miðri götu, þar sem hann naut sumarfrís með ástvinum.

Hinn fjögurra barna faðir, Michael Grant, gæti hafa orðið fyrir árás manns á mótorhjóli sem ók á hann áður en hann féll í götuna og lést, skammt frá hinni alræmdu Punta Ballena strönd í Magaluf, að morgni þriðjudagsins 2. júlí.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -