Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Tom Brady er hættur. Aftur: „Ákvað bara í morgun að ýta bara á upptöku og láta ykkur vita“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn besti leikmaður ameríska fótboltans er hættur í annað sinn. Í þetta skipti er það þó til frambúðar.

Tom Brady, sjöfaldur NFL-meistari tilkynnti á Instagram og Twitter að hann væri nú sestur í helgan stein í annað skiptið. Nú sé það endanlegt. Brady tilkynnti fyrir ári síðan að hann væri hættur að leika amerískan fótbolta en ákvað svo að snúa aftur til að spila eitt tímabil í viðbót og það með Tampa Bay Buccaneers.

Í morgun sendi hann frá sér myndskeið á Instagram. „Góðan daginn allir, ég ætla að koma mér beint að efninu,“ sagði Brady og hélt áfram: „Ég er að hætta, til frambúðar. Ég veit að ferlið var ansi stórt mál síðast þannig að ég ákvað bara í morgun að ýta bara á upptöku og láta ykkur vita fyrst. Þetta verður ekki langdregið, þið fáið bara eina ofur tilfinningaríka ritgerð um helga steininn og ég notaði mína í fyrra. Þannig að ég vil þakka ykkur kærlega, verjum og einum ykkar fyrir stuðninginn. Fjölskyldan mín, vinir mínir, liðsfélagar, andstæðingar mínir og ég gæti bætt endalaust við, það eru svo margir. Þakka ykkur fyrir að leyfa mér að lifa algjöran draum minn. Ég myndi ekki breyta neinu. Elska ykkur öll. “

Með myndskilaboðunum birti hinn 45 ára Brady fjöldi ljósmynda af fjölskyldu sinni sem stutt hafa hann í gegnum árin. Þar mátti sjá myndir af hans fyrrverandi, Bridget Moynahan og fimmtán ára syni þeirra, John, sem og fyrrverandi eiginkonu hans, ofurfyrirsætunni Gisele Bündchen og börnum þeirra, Benjamín, 13 ára og Vivian, 10 ára.

Eftir að Brady birti myndskeiðið hafa flætt til hans velfarnaðaróskir frá aðdáendum, vinum og öðru íþróttafólki. „Við elskum þig maður,“ skrifaði David Beckham ásamt því að setja hjarta við athugasemdina. Þá birtist athugasemd frá New England Patriots, sem Brady lék með áður en liðið birti tjákn af þremur geitum, til að undirstrika að hann sé sá allra besti í sögunni en geit stendur fyrir GOAT eða Greatest of All Time.

„Ég vökna um augun er ég horfi á þetta,“ skrifaði Serena Williams sem sjálf lagði tennisspaðann á hilluna í fyrra og bætti við: „Sorgmædd að sjá þig hætta. Velkomin í heim hinna hættu … Aftur.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -