Mánudagur 3. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Trump frestar tollahækkun á vörur frá Mexíkó – Forsetarnir áttu „gott samtal“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti Mexíkó, Claudia Sheinbaum segir að Donald Trump hafi ákveðið að fresta tollahækkun um mánuð.

Sheinbaum segir á X að Bandaríkin muni fresta því að leggja 25 prósent tolla á vörur frá Mexíkó í mánuð eftir „gott samtal“ við Trump.

Yfirlýsingin kemur eftir að leiðtogarnir tveir komust að samkomulagi, segir hún, þar á meðal að Mexíkó muni styrkja landamærin með 10.000 þjóðvarðliðshermönnum sem verða strax sendir á vettvang.

Þeim verður falið að koma í veg fyrir eiturlyfjasmygl til Bandaríkjanna, með sérstaka áherslu á fentanýl, sem hefur verið eitt af áhyggjuefnum Trumps.

Sheinbaum bætir við að Bandaríkin hafi á móti skuldbundið sig til að vinna að því að koma í veg fyrir smygli á öflugum skotvopnum til Mexíkó.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -