Forseti Mexíkó, Claudia Sheinbaum segir að Donald Trump hafi ákveðið að fresta tollahækkun um mánuð.
Sheinbaum segir á X að Bandaríkin muni fresta því að leggja 25 prósent tolla á vörur frá Mexíkó í mánuð eftir „gott samtal“ við Trump.
Yfirlýsingin kemur eftir að leiðtogarnir tveir komust að samkomulagi, segir hún, þar á meðal að Mexíkó muni styrkja landamærin með 10.000 þjóðvarðliðshermönnum sem verða strax sendir á vettvang.
Þeim verður falið að koma í veg fyrir eiturlyfjasmygl til Bandaríkjanna, með sérstaka áherslu á fentanýl, sem hefur verið eitt af áhyggjuefnum Trumps.
Sheinbaum bætir við að Bandaríkin hafi á móti skuldbundið sig til að vinna að því að koma í veg fyrir smygli á öflugum skotvopnum til Mexíkó.