- Auglýsing -
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði að taka í höndina á Nancy Pelosi, leiðtoga demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hann flutti stefnuræðu sína í gær.
Eftir að Trump afhenti Pelosi og Mike Pence varaforseta eintak af ræðu sinni rétti Pelosi fram höndina en Trump neitaði að taka í höndina á henni.
Ávarpi Trums var sjónvarpað beint og vöktu samskipti Trump og Pelosi mikla athygli. Eftir að Trump neitaði að taka í höndina á Pelosi reif hún sitt eintak af ræðu hans með miklum tilþrifum.