Þriðju kappræður forsetaefna Repúblikanaflokksins fara fram í kvöld en Donald Trump verður ekki á staðnum líkt og áður. Núverandi forsetaframbjóðandinn mætti í viðtal hjá Fox News í gær þar sem hann svaraði spurningum Sean Hannity.
Viðbrögð almennings við viðtalinu hafa ekki látið á sér standa en neitaði hann ekki fyrir það að hann myndi nota vald sitt, sem forseti, til þess að ná fram hefndum. Þegar Sean spurði Trump í annað skiptið hvort hann gæti lofað kjósendum því að hann myndi ekki misnota vald sitt kæmist hann aftur í Hvíta húsið svaraði Trump: „Ekki nema á fyrsta degi.“ Þá sagðist hann ætla að loka landamærunum að Mexíkó og bora eftir olíu. „Eftir það er ég ekki einræðisherra,“ sagði hann að lokum.