Donald Trump á yfir höfði sér fordæmingu um allan heim eftir að hafa stungið upp á „þjóðernishreinsanir“ á Gaza.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um að hafa lagt til „þjóðernishreinsanir“ á Gaza eftir að hafa sagt „við getum bara hreinsað út allt saman“ með tvær milljónir á flótta.
Bandaríkjaforseti lýsti stríðshrjáðu landsvæðinu sem „niðurrifssvæði“ og lagði til að Egyptaland og Jórdanía tækju við tveimur milljónum flóttamanna frá Gaza. Í samtali við fréttamenn um borð í Air Force One-flugvélinni lagði Bandaríkjaforseti til „við hreinsum bara þetta allt saman út“.
Hann sagði: „Ég myndi vilja að Egyptar taki fólk. Þú ert að tala um líklega eina og hálfa milljón manns, og við hreinsum bara allt þetta út og segjum: „Veistu, þetta er búið“.“
Og þegar hann hrósaði Jórdaníu fyrir að taka á móti palestínskum flóttamönnum sagði hann: „Mér þætti vænt um að þið tækjuð við fleirum, því ég er að horfa á allt Gaza-svæðið núna, og það er í rúst. Það er í algjörri rúst.
Hugmyndinni hefur verið hafnað af báðum þjóðum, þar sem Egyptar hafa varað við því að þetta muni „auka hættu á að átökin á svæðinu dreifi sér og grafa undan horfum á friði og sambúð meðal íbúa þess“.
Tugþúsundir, sem eru á vergangi af völdum hins hrottalega þjóðarmorðs, snúa aftur fótgangandi til heimila sinna eftir að hafa verið hleypt aftur inn á norðurhluta Gaza-svæðisins. Dramatískar myndir sýna fjölskyldur á leið til baka eftir að eftirlitsstöðvar voru opnaðar sem hluti af vopnahléssamningnum.
Sjá má hafsjó af fólki leggja leið sína um Netzarim ganginn þegar fólk snýr aftur í fyrsta skipti í marga mánuði. Er Bandaríkjaforseti lagði til að 2,3 milljónir íbúa Gaza yrði komið fyrir í nágrannalöndunum, hringdi hann viðvörunarbjöllum hjá mörgum.
Hann sagði: „Þetta er bókstaflega niðurrifssvæði núna. Ég vil frekar taka þátt í málefnum sumra arabaþjóða og byggja húsnæði á öðrum stað, þar sem þeir geta kannski lifað í friði til tilbreytingar.“
Hann bætti við að fjölda-endurbúsetan (e. Mass resettlement) „gæti verið tímabundin“ eða „gæti verið langtíma“. Omar Shakir, yfirmaður Ísraels og Palestínu hjá Human Rights Watch, sagði að tillaga Trumps „myndi jafngilda skelfilegri stigmögnun í þjóðernishreinsunum palestínsku þjóðarinnar og auka þjáningar hennar til muna“.
Á sama tíma sagði Thomas Juneau, prófessor í alþjóðamálum við háskólann í Ottawa, við CNN að slík ráðstöfun „væri þjóðernishreinsanir, glæpur gegn mannkyninu, og það er brjálæði að Bandaríkjaforseti sé að segja það af léttúð“.
Hamas og PA (Palestinian Authority) sem studd eru af Vesturlöndum, fordæma hugmyndina, sem þeir sögðu „fela í sér augljóst brot á rauðu línunum sem við höfum stöðugt varað við“.
Utanríkisráðherra Jórdaníu, Ayman Safadi, sagði blaðamönnum að höfnun lands síns á fyrirhuguðum flutningi Palestínumanna væri „staðföst og óbilandi“.