Íbúar Los Angeles urðu sumir vitni að stórfurðulegri árás um helgina.
Óður ökumaður stakk annan í Los Angeles í Bandaríkjunum um helgina en þeir voru að rífast um aksturslag hvors annars. Samkvæmt öryggismyndavélum á svæðinu svínaði ökumaðurinn á silfraða bílnum fyrir manninn á hvíta bílnum, reyndi að kýla hann og flúði svo. Hann var þó ekki hættur heldur tók U-beygju til að snúa við og keyrði á hvíta bílinn.
Þá fékk ökumaður hvíta bílsins nóg og fór úr bíl sínum og stakk ökumann silfraða bílsins ítrekað. Ökumaður silfraða bílsins þurfti þó ekki að fara á sjúkrahús samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs en stungumaðurinn var fljótt handtekinn.
Hægt er að horfa á myndband af atvikinu hér